Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 160
164
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. grein
Formaður stjórnar öllum framkvæmdum og athöfnum félagsins. Hann kallar á fund, þá
er honum þykir þörf til bera.
Nokkru á undan því er aðalfundur er haldinn á formaður að eiga fund með stjórn félagsins
og skal þar ræða málefni þess og gera tillögur um störf og framkvæmdir félagsins næsta ár,
eftir því sem framast er unnt og skýrir formaður frá því á aðalfundi þeim er þá er haldinn.
8. grein
Á aðalfundi félagsins skal formaður skýra frá athöfnum þess og leggja fram reikninga hins
umliðna árs.
9. grein
Formaður getur kvatt félagsmenn til aukafundar, þá er honum þykir þörf. Skyldur er hann
og að kalla fund saman er annaðhvort meiri hluti stjórnar eða 12 félagsmenn krefja þess um
sérstök málefni er varða félagið og skal þá ávallt tilgreina þau.
Fundi skal formaður boða með nægum fyrirvara.
10. grein
Á fundum félagsmanna stjórnar formaður umræðum. Hann á ávallt atkvæðisrétt, en séu
atkvæði jöfn ræður atkvæði hans úrslitum.
Formaður skal ákveða dagskrá fundar og í hverri röð málefnin eru rædd. Ef félagsmaður
óskar sérstaklega að eitthvert mál sé tekið til umræðu á fundi, skal hann þrem nóttum fyrir
fund hafa skýrt formanni frá tillögu sinni. Frá þessari reglu má eigi bregða, nema meiri hluti
atkvæða á fundi sé með því og formaður samþykki það.
11. grein
Skrifari félagsins annast öll ritstörf þess eftir ákvörðun formanns og féhirðir öll inngjöld
og útgjöld eftir ávísan hans. Féhirðirinn heimtir og inn tillög félagsmanna og semur reikninga
félagsins um ár hvert frá nýári til nýárs og afhendir formanni.
Þá er formaður hefir vottað reikning þenna skal senda hann endurskoðunarmönnum til
rannsöknar. Ef að reikningi er fundið skal formaður leggja á hann úrskurð áður en aðalfundur
er haldinn og tilkynna féhirði sem og öðrum er hlut eiga að máli, en uni þeir honum eigi eiga
þeir rétt á að leggja ágreining sinn undir úrskurð aðalfundar. Enginn má eiga atkvæði til
úrskurðar um þau atriði er geta varðað honum ábyrgð.
12. grein
Skýrslu um reikninga, efnahag og framkvæmdir félagsins skal prenta í tímariti þess.
13. grein
Bóka skal í gerðabók félagsins það er fram fer á fundum og rita formaður og ritari undir.
Um breyting laga
14. grein
Lögum þessum má eigi breyta án samþykkis aðalfundar með meiri hluta atkvæða.