Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 160

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 160
164 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Efnisröðun Vilhjálms er einungis lauslega fylgt hér á eftir, en tekin fyrir þau höfuðatriði sem Vilhjálmur gagnrýnir helst og þar sem hann virðist helst vankunnandi. Fyrst verður fjallað um öskulagatímatalið og forsend- ur afstæðs tímatals eins og það upphaflega er, þá litið til upplýsinga um eldgos eins og þær fást úr ískjörnum og svo nokkur orð um aldursgrein- ingar með geislakoli. Sérstaklega er svo rætt um landnámslagið og aldur þess og svo öskulög í Þjórsárdal og notkun heimilda við að aldurssetja einstök öskulög. Til rökstuðnings eru teknar nokkrar beinar tilvitnanir í ritgerðir Vil- hjálms og eru þær með skáletri. Þetta eru þó einungis fáein dæmi því af nógu er að taka. Öskulagatímatalið ogafstæður tímakvarði Ein undirstöðugrein jarðfræðinnar er jarðlagafræði eða stratigrafía. Hún byggir á því einfalda en mikilvæga atriði að í náttúrunni finnast jarð- lög oftast í réttri tímaröð - þannig að það jarðlag sem er ofar, er yngra en það sem er undir. Þetta skiptir miklu máli þegar þess er gætt að jarðlög og jarðvegur á hverjum stað hafa ekki myndast samtímis heldur lögin lagst hvert ofan á annað, oftast á löngum tíma og má þannig lesa á hverjum stað kafla úr jarðsögunni.3 Oftast eru þó aðstæður slíkar að ekki er hægt að rekja einstök jarðlög langar leiðir samfellt, jafnvel þó svo að þau hafi haft mikla útbreiðslu þegar þau mynduðust - náttúrulegt rof og eyðing hefur oftast fjarlægt stóran hluta þeirra. En jarðsögubúta einstakra jarðlagasniða og svæða má þó auðveldlega tengja saman - ef í þeim finnast þau jarðlög sem upphaflega höfðu mikla útbreiðslu, mynduðust á stuttum tíma og eru auðþekkjanleg - þau má nota sem leiðarlög. Tengjast þannig misdreifð, sundurlaus og slitrótt jarðlagasnið saman í heildarmynd. Eftir að þessar rannsóknir komust á skrið á seinustu öld leið ekki langur tími þar til búið var, sérstaklega með hjálp steingervinga, að tengja samtíma jarðlög í öll- um heimsálfum saman í eina samfellda jarðsögu og það þó svo að ekki væri á neinum einum stað að finna nema stutta búta. Sú saga sem þannig fæst er þó einungis afstæð og lengi var fullkomin óvissa um raunveruleg- an aldur jarðlaganna, það er að segja - afstæði aldurinn, myndunarröðin og heildarsagan eru þekkt en ekki hinn raunverulegi aldur í árum. Þess vegna er undirstöðuatriði að gera greinarmun á afstæðum aldri (relatif) og raunverulegum (absolut). Hin afstæða jarðlagafræði byggir á aðferðum og hugmyndafræði, sem á sér langa sögu, hefur þróast mikið í tímans rás og er reyndar enn í þróun þó undirstaðan standi óbreytt. Raunverulegan ald- ur jarðlaga fundu menn ekki fyrr en löngu síðar, er þeir höfðu áttað sig á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.