Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 213
FRÁ HINU ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGI
AÐALFUNDUR 1994
Aðalfundur Hins íslenzka fomleifafélags var haldinn fimmtudaginn 8. desember 1994 í
forsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.35.
Formaður félagsins, Þór Magnússon þjóðminjavörður, setti fundinn og minntist þeirra
félaga, sem látizt höfðu, síðan aðalfundur var síðast haldinn. Þeir eru:
Björn Steffensen endurskoðandi, Reykjavík,
Eyvindur Sigurðsson, Hveragerði,
Kristín Ingólfsdóttir, Garði,
Ólafur Briem menntaskólakennari, Reykjavík.
Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu.
Formaður gerði síðan grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu ári. Hann greindi frá nýrri
Árbók, sem kemur út þessa daga. Enn fremur ræddi hann tillögu fyrrv. setts þjóðminjavarð-
ar, Guðmundar Magnússonar, um útgáfu nýrrar ritraðar á vegum Þjóðminjasafns. Taldi
hann heppilegra, að Fornleifafélagið og Þjóðminjasafn stæðu saman að útgáfu ritraðar. Nú
væri í próförk rit Guðmundar Ólafssonar um friðlýstar fornleifar í Borgarfjarðarsýslu, sem
yrði í þessari ritröð. Skýrði formaður frá því, að stjórn félagsins hefði samþykkt þessa tilhög-
un útgáfunnar. Þá taldi formaður æskilegt, að unnt yrði að halda fundi með fræðilegum er-
indum á vegum félagsins oftar en einu sinni á ári. Loks vakti hann athygli fundarmanna á
þörfinni á að fjölga félagsmönnum.
Þá las féhirðir félagsins, Mjöll Snæsdóttir, reikninga félagsins 1993.
Að lokum flutti Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur erindi um fornleifarannsóknir
í Viðey og sýndi litskyggnur til skýringar. Fundarmenn þökkuðu fróðlegt erindi með lófa-
taki.
Að loknu erindinu urðu nokkrar umræður um efni erindisins.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 10.31.