Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 94
98 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um, auðkenndur með peningapungnum situr andspænis Kristi, og lítur undan, lítur beint út til safnaðarins í kirkjunni. Peningapungurinn mun bæði vísa til þess að Júdas er sagður hafa verið fjárhaldsmaður hópsins, en einnig er hér vísað til peninganna, sem Júdas á eftir að þiggja fyrir svik við Jesú. Þetta er hefðbundin kvöldmáltíðarmynd, margar eru til hér á landi sem líkjast henni, þó ekki hafi ég séð neina nákvæmlega eins. Varð- veist hafa altaristöflur í Danmörku og Noregi þar sem málað hefur verið eftir sömu fyrirmyndinni og hér hefur verið höfð til hliðsjónar, þ.e. kopar- stungu sem Johan Sadeler, d. 1610, gerði eftir teikningu Peder Candid flæmsks listamanns, sem starfaði m.a. í Flórens. Koparstungan er talin ekki yngri en frá 1598.11 Ekki er mikið vitað um Peder Candid. Hans er get- ið í hollenskri uppsláttarbók árið 1604, (Carel van Mander: Het Schilder Boeck, Amsterdam 1604) og þar er sagt að hann hafi komið til Flórens frá Brúgge á 16. öldinni og meðal annars starfað með ítalska húsameistaran- um og listmálaranum Vasari, d. 1574. Peder Candid er talinn látinn 1628. Koparstungur flæmsku Sadelers-fjölskyldunnar náðu mikilli útbreiðslu í Evrópu. Sýnt þykir að slíkar myndir voru mikið notaðar af listamönnum þessa tíma, og hefur fjöldi altaristaflna í Danmörku og Norður-Þýskalandi verið rakinn til þessarar myndar eftir Peder Candid. Elstu myndirnar munu vera í kirkjum í Flensborg og Husum frá 1598, og í dönskum kirkj- um hafa varðveist nálægt 20 slíkar kvöldmáltíðarmyndir eftir ýmsa mál- ara, fæsta nafngreinda, málaðar á árunum 1600 til 1700. Myndirnar fylgja allar teikningu Peders Candid við gerð mannamyndanna. Kristur situr fyrir miðju og lærisveinunum er raðað í nákvæmlega sömu röð og á fyrir- myndinni. En umhverfi borðsins og bakgrunnur er með ýmsu móti, þar hafa málararnir gefið hugarfluginu lausan tauminn. Altaristaflan úr Stóra-Ási er fagmannalega máluð, bakgrunnurinn er í nokkuð dæmigerðum endurreisnarstíl. Hér sést móta fyrir byggingum endurreisnartímans, baldakíntjöld yfir hásæti. Allt þetta bendir til byrjun- ar 17. aldar eða fyrr. En lítum á mannamyndirnar. Þar fylgir málarinn for- skrift Peders Candid mjög nákvæmlega. Mennirnir eru málaðir með ákveðnum dráttum, hver og einn hefur sitt sterka svipmót, hálsarnir teygðir og líkamarnir sveigðir. Þessi háttur að mála mannamyndir hefur hlotið nafnið manierismi í listasögunni, - varð einskonar tískufyrirbrigði á Jtalíu á 16. öldinni, og breiddist út um Evrópu, en laut í lægra haldi þar fyrir barokk-stílnum í byrjun 17. aldar. Allt ber þetta að sama brunni: myndin er máluð á vandað eikarspjald af góðum fagmanni í þeim stíl sem tíðkaðist á 17. öldinni fyrir barrokktímann. Og þetta virðast upprunalegu pensilförin, það er ekki að sjá að málað hafa verið í myndina eða nokkru sinni gert við hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.