Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Side 161

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Side 161
ÖSKULAGATÍMATALIÐ 165 hegðun geislavirkra efna og fundið leiðir til að telja árhringi í trjám og set- lögum. Frumleiki Sigurðar Þórarinssonar var að sjá að með aðferðum strati- grafíunnar mátti byggja upp afstætt öskulagatímatal og með því að nota augljós leiðarlög, eins og til dæmis hin ljósu öskulög Heklu, mátti tengja saman annars sundurlaus jarðvegssnið um allt land og rekja samtímis sögu eldgosa og jarðvegs.4 Einstök öskulög mátti oftast rekja til ákveðinna eldstöðva einfaldlega vegna þess að lögin verða jafnan þykkari og grófari í átt til uppkomustaðarins. Sigurður gróf ótrúlegan fjölda öskusniða um allt land og miðað við aðstæður eru afköst hans með ólíkindum. Byggt á þessu brautryðjandastarfi hans er nú saga eldgosa og jarðvegs á Islandi á nútíma (þ.e. seinustu tíu þúsund árin) betur þekkt en flestra annarra svæða. Öskulagatímatalið stæði ágætlega fyrir sínu sem afstætt tímatal þó svo að raunverulegur aldur væri hvergi þekktur - eins og reyndar gerðist um hinn forsögulega tíma þar til samsætugreiningar geislavirkra efna komu til sögunnar og gerir enn þar sem ritaðar heimildir skortir. En mikilvægt er að hafa í huga að þegar búið er að naglfesta afstæða röð jarð- og ösku- laga og einhvers staðar tekst að aldurssetja eitt lag í hinum afstæða tíma- kvarða þá er búið að aldurssetja það alls staðar þar sem það finnst. Sigurður Þórarinsson sá að sjálfsögðu strax að með því að nota söguleg- ar heimildir um eldgos mátti tímasetja mjög nákvæmlega mörg þeirra öskulaga sem hann var að raða í rétta tímaröð og síðan gilti sú gullvæga regla að það sem er undir laginu er eldra en það sem er ofan á og því kjörið til þess að aldurssetja byggð, fornminjar og sögu jarðvegs og eld- gosa. Hefur öskulagatímatalið reynst frábærlega vel til þessara hluta. Tals- verðar breytingar hafa að sjálfsögðu orðið við frekari rannsóknir en heild- armyndin og aðferðafræðin hefur staðist fullkomlega og er nú beitt um allan heim. Til þess að aldurssetja einstök söguleg öskulög grannskoðaði Sigurður tiltækar ritaðar heimildir, bar þær saman innbyrðis og svo hvernig þær féllu að þeirri þekkingu sem hann var stöðugt að afla um öskulög ein- stakra gosa og afstöðu þeirra. Fáum var betur ljóst en Sigurði að heimildir eru misáreiðanlegar og lagði hann óhemju vinnu og alúð við alla heim- ildakönnun eins og hin mörgu rit hans um þetta bera vitni5 og nánar verð- ur fjallað um í kaflanum um Þjórsárdal. Voru kennarar hans Jón Helgason og Jakob Benediktsson og gerast þeir varla betri. Vilhjálmur virðist ekki skilja hinar jarðfræðilegu undirstöður öskulagatíma- talsins. Ekki er að sjá í skrifum hans að hann hafi grafið eftir öskulögum, þekki einstök lög eða þær aðferðir sem þar eru notaðar. Skólaritgerð hans frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.