Norðurljósið - 01.01.1981, Side 4

Norðurljósið - 01.01.1981, Side 4
4 NORÐURLJÓSIÐ mælenda í Fuzhou. Talaði hann af mikilli gætni. „Stjórnin gerir okkur alveg ljóst, að við megum ekki hafa áhrif á hugsunarhátt unglinga yngri en 18 ára.“ Blaðamaður frá Toronto, í Kanada, hafði þetta eftir honum: „Síðastliðinn sunnudag held ég, að 1600 hafi verið við fyrstu guðsþjónustuna.... Fólkið héma leitar ein- hvers, sem er andlegt. Hálftíma predikun nægir því ekki. Við predikum því venjulega í 40 mínútur. Sumir koma þó tveimur stundum fyrr til að syngja sálma. Margir eru kyrrir löngu eftir, að guðsþjónustan er búin. Margir fleiri sækja báðar guðsþjónusturnar á sunnudögum. Þetta er andlegur þorsti, sem ég er að tala um.“ Vér getum í sannleika fagnað því, að í fáeinum, stórum borgum eru leyfðar opinberar guðsþjónustur aftur. Samt sem áður, vér verðum að minnast þess, hvernig meginþorri kristinna manna í Kína kemur saman. Annaðhvort eru það mjög litlir fjölskyldu hópar eða samkomur stórra heimilis-safnaða. Þar geta verið 100 manns eða fleiri. Það er í þessum heimila- söfnuðum, sem styrkur kristninnar í Kína liggur falinn nú á dögum. K. H. Ting biskup hefur sagt í viðtali, að kristnin komi fram í nýrri mynd kristinna hópa eða samfélaga, og kristnir menn komi saman í heimahúsum. Hann sagði, að það væri alveg leyfílegt . . . Þessir heimila-söfnuðir kristinna manna í Kína, minna okkur á margan hátt á kristna söfnuði fyrstu aldar e. Kr. Þeir hafa sjálfír reynt upprisu kraftinn á meðal sín. Þeir vita, að Guð svarar bæn. Þeim hefur verið gefín djörfung til að vitna, þrátt fyrir mikla erfíðleika. Þetta er hreyfing án nokkurra vígðra hirða, í eðli sínu leidd af óvígðum körlum og konum. Hreyf- ingin hefur sýnt alveg geysilegan áhuga fyrir orði Guðs. Þótt fólkið skorti biblíur, sálmabækur og kristi- legar bókmenntir aðrar, hefur samt æskulýð þess ver- ið kennt að rannsaka ritningarnar, sem hafa verið handskrifaðar og látnar halda áfram til annarra. Ekki hefur fólkið sótst eftir kraftaverkum. En þau hafa átt sér stað. Það hefur sýnt þá auðmýkt og kærleika, sem áhrif hefur haft á alla umhverfis það. Þrátt fyrir skort á kennslu, á það slíkt samfélag hvert við annað, er sannfært hefur ókristna nágranna þess, hve raunveru- legur er kærleikur Krists. . . . I niðurlagi frásögunnar af kristninni í Kína er bent á: kirkjur eru ekki nauðsynlegar til að halda kristninni við, heldur sannkristið heimili. Þar geta allir treyst hver öðrum. Leikmenn geta haldið starfinu áfram, þótt safnaðarhirðirinn sé í fangelsi. Ennfremur: kristnir menn á 1. öld e. Kr. litu á það sem eitthvað sjálfsagt, að þeir væru ofsóttir vegna Krists. Þannig lítur fólkið í heimilis-söfnuðunum líka á málið. Fólkið kemur ekki til kirkju í Kína til að njóta öryggis og hóg- lífis. Það hefur tekið upp kross sinn og fylgir hinum krossfesta og upprisna frelsara. (Matt. 16. 24.) (Þýtt úr „The Etemity,“ júlí-ágúst 1980. S. G. J.) 10 milljónir hlusta á hann Earl Poyesti heitir maður. í útvarpi boðar hann Rúss- um fagnaðarerindið. Hann getur gert ráð fyrir því, að ekki færri en 10 milljónir manna hlusti á hann. Það er því engin furða, þótt yfírvöldin í Rússlandi reyni að koma i veg fyrir - með truflunum á útvarpssending- um - að fólk hlusti á hann. Nú síðast útvarpa þau á sömu bylgjulengd. Poyesti segir frá því, að í borginni Kazan hafí ný- lega eitthvað gerst, er vakti mikla athygli. Lögreglu- foringinn í borginni var ákaflega óvinveittur kristnum mönnum. Ofsótti hann þá miskunnarlaust. Þá bar það til, að af tilviljun hlustaði hann á útvarpsboðskap frá Poyesti. Þetta varð upphaf afturhvarfs hans. Hann leitaði upp hina kristnu, sem voru í söfnuðinum, er hann hafði ofsótt, bað um fyrirgefningu á framkomu sinni og sagði, að hann vildi gefa Guði ævi sína. Það fylgir sögunni, að honum var þegar sagt upp stöðunni. Akveðið hefur verið, að Poyesti haldi áfram að boða fagnaðarerindið í útvarpi. (Úr Livets Gang. Febr. 1979. S. G. J.)

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.