Lögrétta - 01.03.1932, Page 53

Lögrétta - 01.03.1932, Page 53
217 LÖGRJETTA 218 vildu dansa. Jeg var dansstjóri í mörg ár, þótt aldrei gæti jeg farið á dansleiki, eins og áður segir. Dansstjóraembættið var í rauninni ekki vandalaust verk og þótti dálítil virðingar- staða. Skyldurnar voru, að sjá um að til væri og æfinlega til taks harmónika; var hún venjulegast geymd hjá dyraverðinum, en hann var kallaður portner, frb. púrtner, og festist nafnið við suma til dauðadags, svo sem Gísla gamla púrtner, sem síðar varð bóndi í Lauganesi. Annar Gísli var púrtner nokkuð löngu síðar. önnur skyldan og ekki ábyrgðarminni var sú, að halda á skikkjum og skakka leikinn, ef róstur urðu. Steingrímur Thorsteinsson, skáld og yfir- kennari kom inn á rallið og settist hjá okk- ur stundarkorn. „Jú, hað var nógu gott hjá honum Páli, en hað var gullaldarlatína, sem rektorinn okkar talaði“, sagði skáldið og skildist mjer há einhvern veginn svo sern honum fynd- ist ólsen hafa haldið uppi heiðri og sóma hinnar klassisku mentunar, sem þá var harðast sótt á, eins og áður segir. -----Jeg mintist á fötin. Þau voru á meðal minna æskusorga og átti jeg aldrei föt af nýju, frá hví jeg var fermdur og har til jeg keypti rhjer jmu sjálfur. Fötin á mig saumaði ráðskona okkar, mesta myndar- kona, sem Kristín hjet, upp úr gömlum föt- um af fóstra mínum. Ein af þessum fatasorgum líður mjer aldrei úr minni. En jeg sleppi henni vegna heirra, sem gáfu mjer hana; hau hafa nú nóg að bera, án hennar. — Guðmundur Björnson landlæknir sagði mjer, eftir að jeg var löngu orðinn lyfsali í Vestmannaeyjum, að hann myndi hað best um föður minn, Sigurð Sigurðsson ad- júnkt, hvað hann var vel til fara. En hað hygg jeg faðir minn hafi lært í París. Það er annars rjettast, að hað lítið jeg man um föður minn, sem jeg hygg að sje flest af afspurn, eða eftir sögusögn skrifi jeg hjer í þennan kapítula; en sumt man jeg sjálfur. Hann færði mjer á hverjum morgni eitt- hvert góðgæti á sængina, áður en hann gengi í kenslustundir. — Einhverju sinni var jeg boðsgestur í fjölmenni, hjá auðmanni í Kaupmannahöfn, sem Goldsmith hjet. Sonur hans var mjer í mörgu góður og bæði gáfaður og dugleg- ur; en við lærðum báðir samtíma á lyfja- sveinaskólanum í Stokkhólmsgötu. Jeg hef aldrei setið eins höfðinglega veitslu, fyr nje síðar. Jeg sat á millum foreldra hans, hví jeg var einn útlendur; aldrei hef jeg sjeð mundlaugar notaðar nema há; þær voru úr dýru krystallsgleri og ilmvatn í heim. Þegar borð voru upptekin fór flest að dansa í stórum sal við hliðina á matstof- unni; en húsráðandi, bróðir hans, jeg og einhverjir fleiri settumst við drykkju í borðstofunni. Bróðir húsráðanda víkur sjer ið mjer og segir til nafns og jeg þá hið iiama. Síðan spurði hann: „Ekki vænti jeg að þjer kannist við þá rektor Björn Magn- ússon ólsen og adjunkt Sigurð Sigurðs- son ?“ Hann spurði vitanlega á danska tungu, sem jeg og svaraði, því jeg var öruggur í dönsku. „Jú, jeg þekki báða; annar er faðir minn, hinn fóstri". Varð gott gaman af þessu. Mörgum árum síðar sagði jeg fóstra mín- um frá þessu atviki. „Jeg skil ekkert í þessu, að hann skyldi muna eftir mjer“. Svo bætti hann við eftir stundarbið: „En mig furðar ekki þó hann myndi eftir honum pabba þínum“. Jeg varð forvitinn sem von var til — „hann hafði nú lítið við að vera á þeim árum, hann Sig- urður; en hann skrifaði doktorsdisputatiuna fyrir hann og vann sjer þá og stundum oft- ar inn dálítið fyrir að skrifa — fyrir — þessa — lötu — dönsku“. Aðra eins fyrirlitningu í tóninum hef jeg aldrei heyrt. En meiri virðingu fyrir þekk- ingu og þekkingarlöngun hef jeg á hinn bóginn ekki kynst, en hjá fóstra mínum. Tvisvar er mjer hið síðara einkum minnis- stætt og í bæði skiftin áttu menn í hlut, talsvert við skál; það voru þeir Steinn Guð- mundsson bóndi á Minna Hofi á Rangár- völlum — ekki í Gnúpverj ahreppi — og Brynjólfur Jónsson fræðaþulur á Minna-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.