Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 53

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 53
217 LÖGRJETTA 218 vildu dansa. Jeg var dansstjóri í mörg ár, þótt aldrei gæti jeg farið á dansleiki, eins og áður segir. Dansstjóraembættið var í rauninni ekki vandalaust verk og þótti dálítil virðingar- staða. Skyldurnar voru, að sjá um að til væri og æfinlega til taks harmónika; var hún venjulegast geymd hjá dyraverðinum, en hann var kallaður portner, frb. púrtner, og festist nafnið við suma til dauðadags, svo sem Gísla gamla púrtner, sem síðar varð bóndi í Lauganesi. Annar Gísli var púrtner nokkuð löngu síðar. önnur skyldan og ekki ábyrgðarminni var sú, að halda á skikkjum og skakka leikinn, ef róstur urðu. Steingrímur Thorsteinsson, skáld og yfir- kennari kom inn á rallið og settist hjá okk- ur stundarkorn. „Jú, hað var nógu gott hjá honum Páli, en hað var gullaldarlatína, sem rektorinn okkar talaði“, sagði skáldið og skildist mjer há einhvern veginn svo sern honum fynd- ist ólsen hafa haldið uppi heiðri og sóma hinnar klassisku mentunar, sem þá var harðast sótt á, eins og áður segir. -----Jeg mintist á fötin. Þau voru á meðal minna æskusorga og átti jeg aldrei föt af nýju, frá hví jeg var fermdur og har til jeg keypti rhjer jmu sjálfur. Fötin á mig saumaði ráðskona okkar, mesta myndar- kona, sem Kristín hjet, upp úr gömlum föt- um af fóstra mínum. Ein af þessum fatasorgum líður mjer aldrei úr minni. En jeg sleppi henni vegna heirra, sem gáfu mjer hana; hau hafa nú nóg að bera, án hennar. — Guðmundur Björnson landlæknir sagði mjer, eftir að jeg var löngu orðinn lyfsali í Vestmannaeyjum, að hann myndi hað best um föður minn, Sigurð Sigurðsson ad- júnkt, hvað hann var vel til fara. En hað hygg jeg faðir minn hafi lært í París. Það er annars rjettast, að hað lítið jeg man um föður minn, sem jeg hygg að sje flest af afspurn, eða eftir sögusögn skrifi jeg hjer í þennan kapítula; en sumt man jeg sjálfur. Hann færði mjer á hverjum morgni eitt- hvert góðgæti á sængina, áður en hann gengi í kenslustundir. — Einhverju sinni var jeg boðsgestur í fjölmenni, hjá auðmanni í Kaupmannahöfn, sem Goldsmith hjet. Sonur hans var mjer í mörgu góður og bæði gáfaður og dugleg- ur; en við lærðum báðir samtíma á lyfja- sveinaskólanum í Stokkhólmsgötu. Jeg hef aldrei setið eins höfðinglega veitslu, fyr nje síðar. Jeg sat á millum foreldra hans, hví jeg var einn útlendur; aldrei hef jeg sjeð mundlaugar notaðar nema há; þær voru úr dýru krystallsgleri og ilmvatn í heim. Þegar borð voru upptekin fór flest að dansa í stórum sal við hliðina á matstof- unni; en húsráðandi, bróðir hans, jeg og einhverjir fleiri settumst við drykkju í borðstofunni. Bróðir húsráðanda víkur sjer ið mjer og segir til nafns og jeg þá hið iiama. Síðan spurði hann: „Ekki vænti jeg að þjer kannist við þá rektor Björn Magn- ússon ólsen og adjunkt Sigurð Sigurðs- son ?“ Hann spurði vitanlega á danska tungu, sem jeg og svaraði, því jeg var öruggur í dönsku. „Jú, jeg þekki báða; annar er faðir minn, hinn fóstri". Varð gott gaman af þessu. Mörgum árum síðar sagði jeg fóstra mín- um frá þessu atviki. „Jeg skil ekkert í þessu, að hann skyldi muna eftir mjer“. Svo bætti hann við eftir stundarbið: „En mig furðar ekki þó hann myndi eftir honum pabba þínum“. Jeg varð forvitinn sem von var til — „hann hafði nú lítið við að vera á þeim árum, hann Sig- urður; en hann skrifaði doktorsdisputatiuna fyrir hann og vann sjer þá og stundum oft- ar inn dálítið fyrir að skrifa — fyrir — þessa — lötu — dönsku“. Aðra eins fyrirlitningu í tóninum hef jeg aldrei heyrt. En meiri virðingu fyrir þekk- ingu og þekkingarlöngun hef jeg á hinn bóginn ekki kynst, en hjá fóstra mínum. Tvisvar er mjer hið síðara einkum minnis- stætt og í bæði skiftin áttu menn í hlut, talsvert við skál; það voru þeir Steinn Guð- mundsson bóndi á Minna Hofi á Rangár- völlum — ekki í Gnúpverj ahreppi — og Brynjólfur Jónsson fræðaþulur á Minna-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.