Lögrétta - 01.03.1932, Síða 60

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 60
231 LÖGRJETTA 232 vilja“. Prófessor Vines, grasafræðingur í Oxford, svaraði játandi og segir, „að eitt- hvert upphaf hljóti að vera á hróuninni, uppspretta nauðsynlegrar orku“. Annar(dr. Mastermann) segir að þróunin sje óskiljan- leg án skapara og dýrafræðingur einn segir, að það sje augljóst, að enginn þróunar- sinni geti verið guðleysingi" og sá þriðji segir, að þróunin sje sífeld opinberun skapara, og breytingarnar þrotlaus krafta- verk“. í sambandi við þetta má einnig geta fimtu spurningarinnar: Álítið þjer að vís- indin sjeu andstæð hugmyndinni um per- sónulegan guð, eins og Jesús Kristur kendi hann?“ 26 svöruðu játandi, 103 neitandi(þ. e. sögðu, að náttúruvísindin væru ekki and- stæð guðshugmynd Krists) en 71 svaraði ekki, eða svaraði óákveðið. Meðal þeirra, sem álitu að guðshugmyndin geti ekki sam- rýmst náttúruvísindunum, eru Russel jarl og Max Planck. Ýmsir segja, að vísindin geti ekkert um þetta sagt og próf. Wino- gradsky segir að vísindin, sem fáist ein- ungis við staðreyndir (certitudes) geti ekki verið andstæð trúnni, og ættu aldrei að vera það“ og einn (dr. Stapf) seg- ir að vísindin sjeu eiginlega aldrei andstæð neinu, svo að þau geti sagt, að það verði sífelt rangt. Næsta spumingin er þessi: Trúið þjer því, að persónuleiki manna og kvenna sje til eftir dauða líkama þeirra? Þessari spurningu svöruðu 47 játandi og 41 neit- andi en 112 svöruðu ekki eða ekki ákveðið. Skoðanirnar og skýringarnar á þessu voru margvíslegar. Lífeðlisfræðingur einn segist ennþá ekki hafa sjeð neina sönnun fyrir framhaldslífi, annar neitar því líka, en seg- ist samt vera við því búinn að sjá, að sjer hafi skjátlast. Eðlisfræðingur einn neitar líka persónulegum ódauðleika, en segist á- líta að persónuleiki manna hverfi í frum- ástand meðvitundarinnar og hugsar sjer að það gagntaki alt efni veraldarinnar. „Jeg get ekkert um þetta vitað, segir stærð- fræðingur einn, ekki fremur um menn og konur en um hunda, kindur og orma“. Efnafræðingur einn segir, að engin sönnun sje fyrir því, að menn lifi eftir dauðann, en hann voni að þeir geri það. Prófessor J. S. Haldane segist ekki trúa því, að menn lifi eftir dauðann sem einstaklings per- sónuleikar heldur einungis vegna einingar sinnar í guði. Lífeðlisfræðingurinn Atkins segist ekki þekkja neina vísindalega sönn- un fyrir framhaldslífi, en álíta að það sje best fvrir menn í lífinu að trúa á það. Einn (dr. Marshall) vill ekki láta tala um „ann- að“ líf, því að það geri ráð fyrir því, að tíminn sje raunverulegur, en það sje hann líklega ekki, og biblían gefi það í skyn, og líklegt sje, að líf sje til í öðrum tilveru- formum en við þekkjum það og óháð tím- anum. Loks var spurt um það, hvort vísinda- fjelagsmennirnir álitu, að hinn mikli þroski vísindalegrar hugsunar sje trúnni til stuðn- ings. Þessu neituðu 27 svör, 74 játuðu því og 99 voru óákveðin. Einn (Paul Sabatier) segir að trú og vísindi sjeu tvennir heimar, sem ekki ætti að blanda saman. Dr. Robb segir, að þroski vísindanna hafi gert mik- ið til þess að sannfæra bæði vísindamenn og kennimenn um vanþekkingu þeirra og það sje öllum til góðs. Sumir segja að vís- indin styðji trúarþelið, en ekki kennisetn- ingamar, aðrir að vísindin styðji trúna að því leyti, sem þau hafi eytt efnishyggjunni. Loks segir einn (Professor Steele efnafræð- ingur), að nýjustu niðurstöður náttúruvís- indanna sjeu ekki einungis trúnni til styrkt- ar, heldur geri það óumflýjanlegt að trúa, og annar, prófessor Vines, grasafræðingur í Oxford, segir að niðurstöðum nútímavís- indanna mætti næstum því lýsa með upp- hafsorðum Jóhannesar guðspjalls. Þessi mál, um afstöðu trúar og vísinda, eru einnig mikið rædd af fleirum en þeim, sem látið hafa í ljós skoðanir sínar í bók- inni sem hjer er sagt frá, fyrst og fremst af kennurum. Afstaða vísinda og trúar í skólum og uppeldi er vandamál, sem upp- eldisfræðingar beina nú að vaxandi athygli og verður skýrt frá þeim umræðum innan skams í Mentamálabálki Lögrjettu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.