Lögrétta - 01.03.1932, Síða 62

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 62
235 236 LÖGRJETTA „Kommúnismi“ frumkirkjunnar var ein- ungis örlæti eða góðgerðasemi af frjálsum vilja manna. Á bak við lá engin hugsun um stofnun þjóðfjelags á grundvelli jafnaðar- stefnu, því að hinir fyrstu kristnu menn álitu kirkjuna aðeins millibilsástand uns Guðsríki kæmi. Og í raun og veru trúðu fáir því, fyr en á síðustu tímum, að heimur- inn ætti nokkra framtíð fyrir sjer. Þessi algerði skortur á vissunni um langa framtíð fyrir mannkynið er annar megin- munurinn á venjulegum kristindómi og trú okkar nú á dögum. Hinn munurinn er sá, að við skoðum söguna frá sjónarmiði þró- unarinnar, gamla sjónarmiðið var þannig, að alt gerðist í rykkjum og byltingum (það var catastrophic). Kenningar kirkjunnar beindust að mjög litlu leyti að „þjóðfje- lagsskyldum“, nema skyldunni um miskunn- semina, en í ofsóttum sjertrúarflokkum var mikið um slíkar kenningar. Anabaptistarnir voru í raun og veru kristilegir jafnaðar- menn og var stungið af stokki meðal ann- ars af því að þeir voru stjórnarfarslega hættulegir. Kristilegur kommúnismi var hvergi til nema í klaustrunum og þar er enn eina til- raunin í þessa átt sem heppnast hefur. Til þess að kommúnismi geti hepnast þurfa tvenn skilyrði að vera fyrir hendi, trúar- grundvöllur og einlífi. Fátæktarboðið, sem var gert svo ríkt í reglu hins heilaga Franz, var ekki reist á neinum efa um eignar- rjettinn. Undir það boð renna tvenn rök — hugsjónin um heimsafneitunina og óskin um það að vera óháður umhverfinu. Þegar skólaspekingarnir fóru að deila um rjettinn til eignar, sögðu þeir, að kommúnismi væri máske fyrirmyndarástandið í Paradís en á jörðunni gilti það afstæðislögmál náttúr- unnar, sem viðurkenndi einstaklingseignar- rjett. Þetta er ennþá kenning rómversku kirkjunnar. Kaþólskur maður getur ekki verið kommúnisti. Jeg fæ ekki sjeð, að þeir sem eyðileggja vilja það iðnskipulag sem nú er við líði og setja í staðinn einhverja tegund sameignar, geti stuðst við guðspjöllin, þau ganga ávalt út frá einstaklingnum og frá honum til þjóð- fjelagsins, aldrei frá þjóðfjelaginu til ein- staklingsins. Innan að, úr hjarta mannsins, kemur alt það, sem göfgað getur eða niður- lægt eðli hans. Hitt er það, að ef eignar- ástríða mannsins er svo sterk, að þjónar Mammons gera það erfitt eða ókleift fyrir þá, sem líta skynsamlegar á lífið en þeir, að lifa hamingjusömu og skynsamlegu lífi, þá verður kristindómurinn ekki kallaður til verndar eignarrjettinum. Það má segja að í öllum þjóðfjelögum þar sem Calvinskenning ræður, hafa verið gerð einskonar trúarbrögð úr versluninni, með þeim árangri, að menn- ingin er gerð barbarisk og andlaus Kristur mundi hafa sagt, að þeir, sem „komist hafa vel áfram“ væru mestu kross- berar. Miljónamaður hefur kvartað um það, að alt og sumt sem hann hefði upp úr auðlegð sinni væri það, að þurfa að vinna átta stundir á dag til þess að vernda sig fyrir ræningjum. Við getum hugsað okkur að Kristur hefði sagt um hann: Vesalings heimskingi, hvers vegna lofar þú þeim þá ekki að ræna þig? Jeg fæ ekki sjeð að það sje neitt ókristi- legt að spara peninga í hófi og jeg álít að frá þjóðfjelagsins sjónarmiði verði litlum tekjuafgangi ekki betur varið. Það liggur t. d. í augum uppi, að ef jeg gef þeim at- vinnulausu fimm pund, þá girði jeg fyrir það, að einhver annar geti unnið sjer inn þessi fimm pund. Það er ekki auðvelt að vera góðgerðasamur svo að menn geri ekki með því eins mikið ilt eins og gott. (Jeg á ekki við það, að þetta eigi að losa okkur við þá skyldu að gefa, slíkt ráð væri ókristi- legt). Alt ber að einum brunni, þeim, að guð- spjöllin hafa eitt mat á verðmætunum og heimurinn annað, en við verðum að velja á milli þeirra. Þau orð eru bersýnilega sonn, að þar sem fjársjóður þinn er þar er einnig hjarta þitt, og þau orð eru alvarleg áminning til eignamanna. Kristur mundi vissulega hafa ráðlagt mörgum okkar, að velja fátæktina vegna heilbrigði sálar okk- ar, en ekki, að því er jeg fæ best sjeð, vegna þess að auðmaðurinn þurfi endilega að vera ræningi og sníkjudýr. Jeg álít að hann þurfi hvorugt að vera.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.