Lögrétta - 01.03.1932, Page 71

Lögrétta - 01.03.1932, Page 71
253 LÖGRJETTA 254 vel fer á, og höfundurinn stendur að miklu leyti utan við það leiksvið, sem hann er að lýsa. H. K. L. er afkastameiri en títt hef- ur verið um skáldritahöfunda hjá okkur. Enginn, nema ef til vill Jón Trausti, hefur látið eins skamt á milli stórra verka, enda er hann allur og óskiftur í því starfi, sem aðrir íslenskir rithöfundar hafa aðeins sint i hjáverkum. Hann er enn ungur að aldri, og bók sú, sem hjer er um að ræða, er ekki lítið framfaraspor frá eldri ritverkum hans, þótt hún sje engan veginn laus við þá galla, sem þeim hafa fylgt. Búnaðarfjelag Islands gaf í fyrra út stóra og góða bók, sem ,,IIestar“ heitir, eftir Theodór Arnbjörnsson frá Ósi, ráðu- naut fjelagsins. Þetta er bók, sem vafa- laust er mörgum bæði þörf og kærkomin, því hesturinn hefur alt frá landnámstíð verið svo nátengdur okkur Islendingum, að vel má kalla hann nærri samvaxinn mann- inum. Góðir reiðhestar hafa á öllum öldum verið taldir hjer einhverjir hinir helstu kjörgripir, og duglegu áburðarhestarnir hafa ekki síður verið þjóðinni þarfir. Án hestanna hefði land okkar alt fram til þessa varla verið mönnum byggilegt. Hjer á því hesturinn að vera vinur mannsins og fje- lagi, og er það líka. I þessari bók er fyrst sagt frá uppruna hestsins, frá því hann var á stærð við ref og gekk á 5 tám. Síðan er sagt frá þeim hestakynjum, sem nú eru uppi, bæði tömd- um og ótömdum, og frá þeim breytingum, sem hestakynin hafa tekið við ræktun, og er það bæði fróðlegur og skemtilegur kafli. 2. kafli er um auðkenni hesta, bygging og gang, sá 3. um tamning og notkun, og sá 4. um hús, hirðing og fóður. Þar á eftir fylgir fjöldi mynda, fyrst af útlendum hest- um og síðan af innlendum, og er skýrt frá því með myndum allra hestanna, hvaðan þeir sjeu og hvað þeir heiti. — Án efa hef- ur bók þessi nú þegar náð vinsældum, og hún á það líka skilið. Margeir Jónsson á Ögmundarstöðum í Skagafirði hefur nýlega látið frá sjer III. hefti af Stuðlamálum (útg. Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri). Fremst í því er margt af stökum og hringhendubrögum Svein- bjarnar heitins Björnssonar, alt sjerlega vel kveðið, og sama er að segja um margt af því, sem birt er þar eftir aðra menn, sem yngri eru og minna þektir. StuðlamáJ eru yfir höfuð gott safn, og það er vel gert af M. J. að halda því áfram. Þess er þó að gæta, að sæmilega sje í það valið, eins og gert hefur verið hingað til, en ekki of miklu rubbað upp eða of ört gefið út. Sje þessa gætt, er enginn efi á því, að almenningur tekur með ánægju móti safninu. Bókmentaf j elag jafnaðarmanna hefur tvö síðastl. ár gefið út Almanak alþýðu, safnrit með ýmsu efni, frumsömdu og þýddu, og auk þess tvær markverðar bæk- ur þýddar: „Brotið land“, eftir M. Hindus, þýtt af Vilmundi landlækni, og Jimmie Higgins (jafnaðarmaður í heimsstyrj öld), eftir U. Sinclair, þýðandi Ragnar E. Kvar- an. „Brotið land“ er lýsing á sveitalífi í Rússlandi eftir byltinguna, og bókin er svoleiðis til orðin, að rússneskur bónda- sonur, sem dvalið hefur um 20 ár í Vest- urheimi, tekst ferð á hendur heim til æsku- stöðvanna til þess að kynnast þeim breyt- ingum, sem byltingin hafi valdið þar, og lýsir þeim í þessari bók, eftir að hann er kominn heim aftur. Bókin er ekki skrifuð sem innlegg í deiluna um stjórnarfyrir- komulagið í Rússlandi. Þar virðist vera lit- ið hlutdrægnislaust á kosti þess og galla. En hún er fróðleg, skemtileg og vel skrif- uð. — Hin bókin er skáldsaga eftir heims- frægan Bandaríkjarithöfund, sem töluvert er hjer áður kunnur. Hún segir frá æfin- týrum alþýðumanns þar vestra, sem trúir á kenningar jafnaðarmanna, en lendir samt í her Bandaríkjanna, sem til Frakklands fer í heimsstyrjöldinni, og flækist svo, að henni lokinni, með her bandamanna austur til Rússlands og endar þar líf sitt í hörm- ungum, af því að hann er altaf trúr því málefni, sem hann hjet fylgi í æsku sinni. I sögunni er víða við komið, og hún er eitt hinna mörgu rita, sem sækja efni í heims- styrjöldina miklu. Úrvalsgreinar heitir safn af erlendum „essays“, sem Guðm. Finnbogason hefur þýtt. Greinarnar eru flestar eftir enska höfunda, enda leggja Bretar mikla rækt

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.