Lögrétta - 01.03.1932, Page 77

Lögrétta - 01.03.1932, Page 77
265 LÖGRJETTA 266 sagnahöfundur átt eins mikil ítök í íslensk- um lesendum síðustu ára eins og Knut Hamsun. Það er því ekki úr vegi að benda á bók Einars Skavlan um hann (Knut Hamsun) þótt hún sje ekki alveg ný. Það er stór bók og vönduð og rekur í fróðlegu og læsilegu máli æfi Hamsuns og rit. Fyrst er sagt frá ætt hans og æsku og umróts- og umferðaárum og síðast frá nýjustu ritum hans og búskap hans á Nörholm. Hinn flöktandi og fátæki uppreisnar- og efunar- maður er orðinn íhaldssamur efnaður bóndi með óbilandi ást og trú á moldina og gró- andann, og maðurinn, sem einu sinni sagði, að enginn ætti að skrifa staf eftir að hann væri orðinn fimtugur, hefur sjálfur skrifað sum af bestu verkum sínum er hann var kominn yfir þann aldur. í bók Skavlans er margt nýtt til skýringar og skilnings á lífi og list Hamsun’s og margar skemtilegar myndir. Sögubækur í skáldsagnagerð síðastliðinnar aldar voru ýms stórfeldustu ritin rússnesk. Anna Kar- enina og Stríð og friður Tolstoys og Kara- masov bræðurnir og Glæpur og refsing Dostoj efskij s eru meðal helstu og bestu skáldsagna í heimsbókmentunum. Eftir bylt- ingarárin slitnaði að nokkru leyti sambandið um skeið milli Rússlands og Vesturlanda og allur þorri manna þekti lítið þær nýju bókmentir, sem komu fram í Rússlandi, nema Gorki frá fyrri tíma. Þetta er nokkuð að breytast, ýmsir rússneskir höfundar eru nú þýddir á vesturlandamál, (Ilja Ehrenburg, P'edin, Gladkow, Babel, Iwanow o. fl.). Þótt ýmislegt í þessum nýju bók- mentum sje greinilega markað af pólitískri málafylgju og litað af bolsjevisma, og ekki einlagt listinni til eflingar, þá birtast þarna sj erkennilegar og merkilegar bókmentir og höfundar, sem hafa óvenjulega frásagnar- hæfileika. Sá af þessum Rússum, sem síðast og mest hefur vakið á sjer athygli er Michail Sjolokov og sagna hans: Hægt streymir Don er nú að koma á flest vesturevrópumál (á dönsku: Stille flyder Don). Það er löng lýs- ing á lífi kósakka-bænda fyrir stríð og fram í stríðsbyrj un, saga um ástir og erjur og sorgir og gleði daglegs lífs. Lýs- ingarnar eru sumar hrottalegar, en iðandi af hispurslausu lífi og fjöri. Annan rúss- neskan höfund má nefna, Vera Inber og sögu hennar ,Sólarmegin“ (til á þýsku og norsku: Platz an der Sonne, Plass i solen). V. I. fór snemma að skrifa. Þessi bók henn- ar er lýsing á baráttu ungrar stúlku fyrir daglegu brauði sjálfrar sín og barns síns og fyrir því að endurnýja sinn innra mann, fyrir því að samlaga sig nýju þjóðfjelagi. Með þessari sögu má einnig- nefna aðra lýsingu á lífi ungrar stúlku og erfiðleikum hennar og sorgum (Marie eftir J. M. Frank). I nýrri sögu eftir Daphne du Maurier, sem heitir: Jeg verð aldrei ung- ur aftur (I’ll never be young again) er skýrasta og einkennilegasta persónan líka ung stúlka, Hertha, sem söguhetjan, Richard, fellir hug til, en skilur síðan við svo að hún fer í hundana. Bókin er lýsing á þeim dauða sálarinnar, sem því er sam- fara, að hætta að vera ungur í anda. Lýs- ing á lífi æskunnar og árekstri hennar og eldri kynslóðarinnar er algengt viðfangs- efni í skáldsagnagerð nútímans, og reynd- ar ekki nýtt, en tekið nýjum tökum. í nýrri danskri sögu, „Daglegt brauð“ (Det dag- lige Bröd) eftir Knud Becher, er þessu lýst, sagt í löngum en góðum lýsingum frá æsku fátæks manns, Kai, baráttu hans við misskilning og þumbaraskap eldra fólksins og þjóðfjelagsins. Annað algengt viðfangsefni nútímaskáld- sögunnar er þjóðfjelag samtímans og op- inbert lif. Það er líka gamalt viðfangsefni, sem hefur endurnýjast fyrir þau stórtíð- indi, sem gerst hafa í þjóðfjelagsmálum síðustu áratuga. Þýskur og rússneskur skáldskapur ber þessa greinilega menjar. I Englandi hefur Hilaire Belloc skrifað nokkrar sögur (síðast The Postmaster General), sem skarplega og skemtilega lýsa ýmislegri spillingu stjórnmála og fjármála- lífsins. Belloc er einn af snjöllustu höfund- um sem á ensku skrifar. Hjer er hann lítið sem ekkert lesinn eða þektur og ætti það að breytast.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.