Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 11
II
mælunum af því, að Önundr tréfótr var nákominn
báðum, er hann var móðurbróðir Guðbrands, en átti
bróðurdóttur Óleifs breiðs, enda mægðist Ásmundr,
sonarsonr Önundar, einnig við þá ætt (Grett. 13.
kap. 22. bls.),
í>annig er svo langr vegr frá þvi, að það sé
sannað með gildum rökum, að ættartölurnar frá
„Ragnari loðbrók11 séu búnar til af íslendingum
með ásettu ráði, að miklu meiri líkur eru til, að
þær séu af fornum rótum runnar, og hafi altaf
gengið i ættunum mann frá manni, og flutzt með
landsnámsmönnum til íslands, og þótt sumar þeirra
hafi aflagazt og ruglazt með tímalengdinni, þá er
engin ástæða til að halda, að þær hafi verið rang-
færðar visvitandi. Að minni hyggju eru ættartölur
þessar viðlíka áreiðanlegar, þá er á alt er litið, eins
og sögusögn sú, er geymzt hefir í ætt Hrollaugs
landnámsmanns og verið skrásett eptir fyrirsögn
Kolskeggs fróða, að Hrollaugr hafi verið bróðir
Göngu-Hrólfs, er vann Norðmandí, og séu því niðj-
ar Hrollaugs frændr Engla-konunga. f>að er þó
eigi ætlun dr. Storms, að þessi sögusögn sé tómr
tilbúningr, heldr sýnir hann fram á það með ljós-
um rökum, að hún muni vera sönn og áreiðanleg.
Væri unt að sanna það, að hinir ágætu sagnamenn
Ari fróði þorgilsson, Snorri Sturluson og Sturla
J>órðarson hefðu nokkurn tíma farið vísvitandi með
ósannindi í sagnaritum sínum, þá væri nokkur á-
stæða til að efast um, að ættartölur þeirra væru á-
reiðanlegar, einkum þegar þær horfa sjálfum þeim
til vegsemdar. En meðan þetta er alveg ósannað,
verðr að halda því fram með fullri alvöru, að þeir
hafi verið algjörlega sannfærðir um, að ættartölur
þær, er þeir skrásettu, væru sannleikanum sam-
kvæmar og á fornum rökum byggðar.