Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 100
Smávegis
1. Vísur eptir Skúla landfógeta Magnússon.
Vísur þessar eru hér teknar eptir nokkrum blöðum
með hendi Jóns Ólafssonar frá Grunnavík, og eru þau
nú í safni hins íslenzka Bókmentafélags í Kaupmanna-
höfn Nr. 296 4to. Jón var gagnkunnugur Skúla og
hafði miklar mætur á honum; hann hefir ritað æfisögu
hans, og er að nokkru farið eptir Jóni í æfisögu Skúla,
sem prentuð er í Fjallkonunni VI, 1889, bls. 127, 131—
32, 135, 138—39, 143—44, 148, en ekki er nema ein af
eptirfarandi vísum prentuð þar. I athugasemd Jóns
framan við þessar vísur getur hann þess, að hann hafi
þær eptir eiginhandarriti Skúla:
xEptir eigin manuskripti autoris af honum sjálfum
mér léðu in Majo Anno 1768. Heyra sumar vísurnar
til hans vitam ; hefi eg þeim niðurraðað eptir ártölum.
Hjá sett er lítil histórisk útskýring og upplýsing.
En það sem í cancellis er innilukt hefi eg sjálfur til
sett. Að vísu kynni einhver curiosus eptirkomandi vilja
vita fleira um sumt, en það verður nú hjá að líða«.
jþær athugasemdir, sem hér eru gerðar við vísurn-
ar framar en stendur hjá Grunnavíkur-Jóni, eru merkt-
ar með J. |>.
Gamanvísur S. M. s.
[id est landfógetans Skúla Magnússonar].
1. A beinakerlingu Anno 1732.
[Sýslumaður B(jarni)1 hafði á beinakerlingu sneitt
að lögmanni Benedix].
I) þ. e. Bjarni sýslumaður Halldórsson á þingeyrum, mik-
ill óvin Skúla. (J. þ.).