Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 23
23
kominn vestan um haf, og ýmsir þeirra í ætt við
irska og skozka konunga og jarla, og einn jafnvel
í mægðum við enska konunga1. Hinsvegár er als
eigi ólíklegt, að Ynglingar þeir, er ríki höfðu á
Upplöndum og í Víkinni hafi mægzt við Ragnars-
ættina á ýmsan veg, þvíað altítt er, að konungar
leiti sér kvonfanga í ættir nágrannakonunganna.
Ólafr skautkonungr segir í ræðu sinni til Hjalta, að
frændsemi hafi verið milli Svíakonunga og Haralds
hárfagra, og kemr það heim við ættartölurnar. í
sjálfum sér eru þær engan veginn ósennilegar2, nema
það kynni helzt að þykja tortryggilegt, að báðar
dætr Sigurðar orms í auga, J>óra og Aslaug, eiga
„Helga Ólafson“ fyrir mann, því að ekki sýnist það
líklegra, að fornir ættfræðingar hafi talið þá Ingjald
og Sigurð hjört bræðr, og ekki þekt nema eina
dóttur Sigurðar orms í auga, sem væri þá nefnd
1) Vilborg, kona jpórðar skeggja, er talin dótturdóttir
Játmundar Englakonungs (Ln. 1. 10).
2) þar sem kona Sigurðar hjartar, amma Haralds
hárfagra, er (í Hkr. Hálfd. sv. 5. k. 46. bls., Fms. I. 2)
kölluð dóttir Klakk-Haralds konungs (jarls) á Jótlandi,
sem Jómsv. (Fms. XI. 4. bls.) segir að hafi tekið við kristni,
þá getr þetta mjög vel staðizt tímans vegna, ef vér
setjum svo, sera líklegt er, að þessi Klakk-Haraldr sé
sami maðr og sá Haraldr konungr, er fyrstr Danakon-
unga lét skírast árið 826, og kallaðr er »Clac« að auk-
nefni í dönskum konungatölum. þetta er því til stuðn-
ings þeirri skoðun, að móðurætt Haralds hárfagra sé
rétt rakin eins og almennast er talið. En hitt hlýtr að vera
mishermt, að þessi Klakkharaldr hafi verið faðir þyri
Danmarkarbótar (Hkr. Fms. Jómsv.), sem var uppi
löngu seinna, og er eigi ólíklegt, að missögn þessi sé
meðfram sprottin af einhverjum munnmælum um það,
að þyri hafi verið dóttir kristins höfðingja (Saxo 1.
IX. p. 469), endalýtr margt aðþví, að faðir hennar hafi
heitið Haraldr og verið af sömu ættinni.