Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 76
76
mörku eptir Brávallar-dardaga. Faðir Hrings Svía-
konungs, er barðist á Brávelli, er kallaðr Ingjaldr
hjá Saxa, og á hann Ólaf og Inga fyrir bræðr, (VII.
363), en öll þessi nöfn finnast í ættartölu konunga
á Hringaríki (Döglinga) í þætti af Ragnarssonum
(5. k.). Meðal sækonunga þeirra, er Saxi lætr Ála
hinn frækna sigra, eru nefndir Reduarthus og Rand-
us (VII. 373)=Ráðbarðr og Randvér, er íslenzkar
ættartölur kalla afa og föður Sigurðar hrings. Hér
getr nú hver skoðað huga sinn um það, hvort vera
muni réttara eða upphaflegra, það sem Saxi segir
eða íslendingar, en hitt má liggja i augum uppi,
að sagnir hans um Harald hilditönn og frændlið
hans eru náskyldar sögunum um Sigurð hring og
hans ættmenn hjá íslendingum. Annars ber þeim
saman um það, að telja Sigurð hring, föður „Ragn-
ars loðbrókar41 kynjaðan frá Noregi í aðra ættina
(Herv. XVI. k., Saxo 1. IX. p. 439) og segir Saxi,
að faðir hans (,,Norvagiæf-dux“) hafi heitið sama nafni
(=Sigurðr hringr?, sem getr verið sama sem Sig-
urðr frá Hringaríki, sbr. Ketill höðr (Eg. 58 k.)~
Ketill frá Haðalandi, Ketill raumr (Ln. 3. 2)=Ket-
ill i Raumsdal, Ketill þrymr=Ketill úr þ>rumu
(Fas. VÁ. II. 5.)). f>annig eru fullar líkur til þess,
að hin forna arfsögn hafi á einhvern hátt rakið
ætt Sigurðar hrings til Hringaríkis í Noregi, en þar
sem Herv. telr Harald granrauða móðurföður hans (í
stað þess að hann hefir líklega verið einn af niðjum
hans), þá virðist það vera afbökun seinni tíma líkt og
þegar Series I. Runica sýnist telja Ragnar (Álfs-
bana) afa Haralds hilditannar og langafa Hrings.
J>að er óvíst, að „Sögubrot“ hafi sagt eins frá
móðerni Sigurðar hrings og Herv., þvfað alt öðru-
vlsi eru foreldrar Haralds hilditannar og Randvés
nefndir í Herv. en í Sögubroti, þótt ívarr víðfaðmi