Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 41
41
heldr en Ragnarssaga, og það er í sjálfu sér als-
eigi óliklegt, að ívarr víðfaðmi hafi brotið riki
margra smákonunga undir sig með otríki og vél-
um, og ráðið fyrir mestum hluta Norðrlanda, þvíað
önnur eins „herskaparveldi11 þekkjum vér hjá öðr-
um þjóðum á sama stigi, svo sem riki Hlöðvés
(Chlodevigs) Frakkakonungs snemma 6. öld, Samós
Slavakonungs á 7. öld, Zwentebolds (Swatopluks)
Mærakonungs seint á 9. öld o. s. frv. (fyrir utan
ríki þeirra Jörmunreks Gotakonungs og Atla Húna-
konungs). Varla er heldr ástæða til að efast um
það, að Haraldr Hilditönn og Sigurðr hringr1 hafi
átt mikla orustu á Brávelli, en ekki er auðvelt að
segja með vissu, hvenær hún hefir staðið, eða hversu
1) Saxi nefnir konung þann, er barðist við Harald
hilditönn á Brávelli, ekki annað en Hring, og kallar
hann systurson Haralds, en telr Sigurð hring, íöður Bagn-
ars, mörgum mannsöldrum seinna, þvíað haun og aðrir
danskir sagnaritarar slengja honum af misskilningi saman
við þann konung, er Einhard kallar Anulo, og Áli heíir
heitið á danska tungu og jafnframt saman við Sigfröð kon-
ung, er deildi um ríki við ^la, einsog áðr er sagt (33.
bls.). þetta sýnist vottr um, að »Sigurðr hringr« hafi
verið kunnr áðr af danskri sögusögn, annars hefði rugl-
ingrinn varla orðið svona mikill. En að Islendingar hafi
sótt sinn »Sigurð hring« í þessar bækr, og gjört hann
svo heimildarlaust að sama manni og »Hring« sem barð-
ist á Brávelli, er mjög ólíklegt, sökum aldrs og upphaf-
leika hinna íslenzku sagna. Og þótt Sigurðr hringr hefði
aldrei verið kallaðr annað en »Hringr« í »kvæði Stark-
aðar« um Brávallarbardaga, þá hrindir það ekki því, að
Hringr hafi í rauninni verið auknefni hans, þvíað í þætti
Orms Stórólfssonar (Fms. III.) er Ketill hængr landnáms-
maðr aldrei kallaðr annað en »Hængr«, og Ari fróði kallar
hann eigi heldr annað en »Hæng« (íslb. 3. k.), enda er það
altítt í fornsögum að nefna menn með auknefninu einu.
Saoci kallar Sigurð hring, föður Bagnars, »son Noregskon-
ungs« (IX. 439—41) og bendir þannig til þess, að hann
var ekki danskr að ætt og uppruna.