Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 96
96
hús og ýms önnur úthýsi, er stóðu lengra frá bæ,
vöru hin sömu og nú gerast.
Á eitt atriði skal enn minnast. f>að hefir
hingað til verið mjög í óvisu um dyraumbúning og
hversu hurðum hefir verið lokað i fornöld, en dr.
V. G. hefir nú að mestu greitt úr því og leitt i
ljós i riti sínu, hversu upphaflega hefir verið til
hagað og hversu það siðar hefir smámsaman
breytzt.
Upphaflega voru algengastar fellihurðir, sem
og nefnast hlerar eða hleðar. J>ær voru dregnar
upp, er opna skyldi — útidyrahurð að líkindum á
bandi, er leikið hefir á hurðardi (hurðás) uppi i
rótinni i anddyrinu —, en látnar falla niðr, er loka
skyldi. Hinn ytri dyraumbúningr, eða umdyrið, hefir
verið áþekkr og nú er, dyratré, (ofdyri, uppdyri) að
ofan, dyrastafir (dyristafir) eða dyrastoðir beggja
vegna, og þröskuldr að neðan. Stundum var hurðin
greypt í stokk, o: greypt inn í dyrastoðirnar, og hefir
gengið upp og ofan í þeirri greyping eða grópi,
og að líkindum fallið í samskonar greyping í þrösk-
uldinum. En stundum voru innan á umdyrið með
hæfilegu bili frá því felld gætti (nokkurs konar innri
dyraumbúningr), og hefir þá hurðin gengið upp og
ofan milli dyrustafa og hliðargættitrjánna. Grópið
í umdyrið (eða dyrastafina), og eins bilið milli um-
dyris og gætta (eða dyrastafanna og hliðargætti-
trjánna) hét klofi, en bilið milli dyratrés og efra
gættitrés, er hurðin gekk upp í millum, er opnað
var, mun hafa verið kölluð drótt1. ,Að opna' var
1. Orðíð drótt kemr eigi fyrir í fornritum (í þessari merk-
ing), en nú er ,drótt‘ (,dyradrótt‘) sumstaðar kölluð fjöl ofan
■á dyratré til þess að leggja eitthvað á. (Eptir orðabók B. H.
œtti orðið að merkja : þröskuidr, dyraumbúningr, dyrastafir),