Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 8
8
skrökva neinu upp vísvitandi. Viðvíkjandi þvi, sem
Storm segir um ætt Höfða-J>órðar, skal þess aðeins
getið, að ekkert er að marka, þótt ætt hans sé
ekki rakin í Eiríks sögu rauða, Vígaglúms-sögu eða
Ljósvetningasögu, því að ættir eru lítt raktar i þeim
sögum, og kveðr svo ramt að því, að Vigagl. nefn-
ir ekki föður Helga hins magra, og Ljósv. nefnir
ekki einu sinni föður þ>orgeirs Ljósvetningagoða.
Ætti nú að álykta af þessu, að það væri ekki nema
seinni tíma tilbúningr, að Helgi er kallaðr sonr Ey-
vindar austmanns og forgeirr sonr J>orkels leifs ?
Slíkt væri mjög fjarri sanni, og það er því auðsjá-
anlega ástæðulaus hugarburðr, að ættartala Höfða-
J>órðar sé tilbúin á 13. öld, en fyrir því er ekki
víst að hún sé í alla staði rétt, þótt eigi sé ólíklegt,
að þórðr hafi sjálfr talið sig í ætt við Björn járn-
síðu á einhvern hátt. þ>ar sem Storm minnist á ætt
Auðunar skökuls, kemr hann með sömu ástæðu fyrir
því, að hún sé tilbúin á seinni hluta 13. aldar, sem
hann hefir áðr notað við ætt Hötða-f>órðar, nl. þá,
að eldri sagnamenn eeti ekki forfeðra hans, en
þessi ástæða er ónýt, meðan hann færir engar líkur
til þess, að þessir eldri höfundar hefðu hlotið að
rekja ættina, ef þeim hefði verið hún kunnug.
Grettissaga getr þess (n. k.) að þ>órdís, ekkja On-
undar tréfótar og langamma Grettis, hafi gip/t í
annað sinn Auðuni skökli, en nefnir ekki, hvers son
hann hafi verið, og er þó ólíklegt, að höf. Grett.
hafi ekki vitað um nafn föður hans, fyrst sagan
vitnar til Sturlu lögmanns þórðarsonar, er rekr ætt
Auðunar til „Ragnars loðbrókar11. Ættartala Auðun-
ar er að vísu ósamrýmanleg við ættartölu Breiðfirð-
inga og Haralds hárfagra, en hún getr eins fyrir
því verið af fornum rótum runnin, og tímans vegna
getr það staðizt, að Ólöf, amma Auðunar, hafi verið