Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 71
71
sögu Svíarikis í heiðni, sem er svo óljós og fáskrúð-
ug, en því miðr er það helzt til lítið, sem finst í
sögum vorum viðvíkjandi Svíarfki, og þar að auki
alt á sundrungu, og höfum vér því leitazt við að
safna hér sem flestum atriðum saman, sem hver
getr nú dæmt svo um, sem vert þykir.
Eptirmáli.
í ritgjörðum þessum hefi eg reynt til að vera
sem stuttorðastr, og má vel vera, að mér hafi fyrir
þá sök eigi tekizt að gjöra lesendunum alt svo
skiljanlegt sem eg vildi. Eg hefi víða bygt á því,
sem mjer þótti full-sannað af vísindamönnum, án
þess að lengja málið með því að tilgreina nákvæm-
lega rök þeirra. þannig hefi eg bygt á þeirri
skoðun Storms á hinum dönsku konungatölum, að
margt i þeim sé runnið frá Adami frá Brimum, en
ekki sjálfstæðri danskri sögusögn, og þar á meðal
kafli sá, er dr. Jessen byggir á sannanir sínar fyrir
því, að Sigurðr hringr sé s. s. Sigifridus og Anulo
hjá Einhard, og „Ragnarr loðbrók“ s. s. Ragnfreðr
(Reginfridus). þegar þetta er ekki orðið annað en
imyndun fornra danskra sagnamanna, og búið er að
skilja, „Loðbrók" frá „Regnari11, þá er ekki lengr
nein ástæða til að binda æfi Ragnars og sona hans
við q. öldina, heldr má þá setja þá svo langt fram
i forneskju sem vill, ef hinar íslenzku ættartölur
eru ekki taldar svo áreiðanlegar, að eptir þeim
megi nokkuð reikna út, hvenær þeir hafi verið uppi. '*•