Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 32
32
eða Guðröðr að bróður Helga, en Helgi látinn vera
landvarnarmaðr í Danmörku i æsku Hörðaknúts.
f>að er ekki nema eðlilegt, þótt slík tilraun kæmi
fram, eptir að búið var alveg að rugla saman Ragn-
arssonum og Loðbrókarsonum, gjöra alla Loðbrók-
arsonu að konungum og blanda i sagnaritum sam-
an útlendum og innlendum frásögnum um þá og
víkingaferðir þeirra. Aptr á móti höfðu útlendar
sagnir miklu minni áhrif á innlenda sagnafræði á
dögum Ara fróða, og verðum vér alveg að bera
það af honum, og öðrum hinum beztu sagnamönn-
um vorum og ættfræðingum, að þeir hafi falsað
ættartölur sínar eða spunnið þær út úr einstökum
konunganöfnum i útlendum sagnabókum. Hinar
fornu konungaraðir Dana, sem eru eldri en kon-
ungatalið hjá Saxa, en þó samhljóða því að mörgu
leyti, eru svo ólíkar Skjöldungatali hjá oss, að það
er auðséð, að hér er um tvennar sjálfstæðar sögu-
sagnir að ræða, aðra danska, en hina íslenzka, sem
hefir án efa haldizt í ættum þeim á íslandi, sem
komnar voru frá Skjöldungum (t. d. Oddaverjum).
En eptir að lengra sækir áfram og nær dregr sögu-
öldinni, hafa árbækr Frakka og Adam frá Brimum
haft svo mikil áhrif á hið danska konungatal, og
valdið svo mikilli flækju og vafningum, að það er
víða ómögulegt að segja, hvað er innlent (danskt)
og hvað útlent, eða hverjir konungar hafa geymzt
i minni þjóðarinnar og hverjir eru eingöngu sóttir í
útlend sagnarit. En allr þessi glundroði og hræri-
grautr hefir farið utan við hina elztu sagnamenn
vora, og er mjög merkilegt að sjá, hvernig útlendar
og innlendar sögur standa hver við hlið annari í
sögu Ólafs Tryggvasonar (hinni miklu) í 60. kapí-
tula og næstu kapítulum á eptir Fms. I. 105—119)
og þó er þessi saga í þeirri mynd, sem hún nú er