Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 61
til
vera getið í æfisögu hans (einsog O. Montelius
segir, Sv. h. I. 252). En hinsvegar má vel vera,
að Gautar hafi lengi haft yfir sér innlenda skatt-
konunga af hinni fornu konungsætt, líkt og var í
ýmsum smáríkjum á Englandi eptir daga Eggbjarts
(Ecgbrihts) hins fyrsta einvaldskonungs Engilsaxa
(827—37), og hafi þeir optast verið nefndir jarlar
(einsog Ingimundr í Vatnsd. og Herröðr í Svd.) en
þó stundum konungar1, einsog Snorri kallar hinn
danska jarl Strút-Harald „konung á Skáney11 (Hkr.
Ól. s. Tr. 38 k., 152. bls.). Getr það og vel hugs-
azt, að sumir þessara skattkonunga eða jarla hafi
reynt til að gjöra sig óháða Svíkonungum, einkum
þegar innanlands-ófriðr var í Sviþjóð, einsog ráða
má af æfisögu Ansgars að verið hafi um 840, og
líklega fram yfii 860, unz Eiríkr „Eymundar“son
kemr fram sem einvaldr, og einmitt nálægt þessum
tima virðast þeir Gautakonungar hafa verið uppi,
sem koma við sögur vorar, nl. Sölvarr (Sörli?? sbr.
Grett. 4. bls.), „mágr Sigfasts“, og Hlöðvér, faðir
Odds skrauta. Má þá ætla, að Hlöðvér, hafi fallið
eða flúið land fyrir Eiríki konungi „Eymundar“syni,
og synir hans þess vegna staðnæmzt utanlands,
Oddr farið til íslands, en Sigmundr gjörzt maðr
Haralds hins hárfagra, Qandmanns Svíakonungs, en
seinna meir hafi Hlöðvér, dóttursonr Hlöðvés kon-
ungs, komizt i sætt við Svíakonung (Björn hinn
gamla) og orðið jarl hans.
Vaði skdld, frændi Odds skrauta, kom út með
honum og bjó í grend við hann (á Skáldstöðum í
Berufirði, Gullþ. 1. k.). Nafn þetta er óvanalegt i
1) þannig er Sölvarr ýmist kallaðr konungr eða jarl (Ln.
3, 12), en þó optar konungr (Fms. 1. 250. bls., Grett.
3. k. (4. bl*.)).