Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 67
67
segja, þá munu þeir víst hafa komið hingað frá
Noregi, að minsta kosti þeir J>orsteinn svörfuðr og
Olafr bekkr, með því að feðr þeirra voru búsettir í
Naumudal1 og á Hálogalandi.
Ingimundr hinn gamli, einn af hinum ágæt-
ustu landnámsmönnum, var Gauzkur að móðurætt,
þvíað móðir hans (f>órdís) var dóttir Ingimundar
jarls af Gautlandi (Ln. 3. 2), en föðurætt hans var
öll í Noregi, og þar var hann fæddr og uppalinn,
en eigi er það ólíklegt, að Eyvindr Sörkvir, ástvinr
hans, er nam Blöndudal (Ln. 3. 5) hafi verið móð-
urfrændi hans, gauzkr eða sænskr, þvíað Sörkvis-
Boga (Ln. 3. 13). 011 þessi nöfn eru mjög óvanaleg
og þeir bræðr Broddr og Bogi munu hvergi annarstaðar
vera nefndir, nema ef þeir eru sömu menn og »Broderus«
og »Buchi«, sem Saxi (1. VIII. p. 428) telr óogrmenn
góða, og lætr fylgja Gormi Danakonungi á ferð hans til
Geirröðargarða. Að öllum líkindum hafa þeir Broddr
og Bogi verið nafnkendar hetjur í fornöld, og má vel
vera, að þeir hafi lifað »langt fram í forneskju« en hafi
þeir verið móðurbræðr Asgeirs rauðfeldar, þá hafa þeir
vel getað verið með Gormi konungi gamla, eða Gormi
enska. Saxi kallar Arngrím berserk (í Bólm á Smálönd-
um) »sænskan kappa« og meðal sona hans telr hann
»Brodder« (V. 250). — þar sem Arngrímssynir eru tald-
ir í Örvar-Odds sögu (Fas. II. 211) er Broddr eigi
nefndr meðal þeirra heldr Bíldr, en það nafn er líkrar
merkingar. Einnig getr Saxi um, »Brodd, Bíld og Boga«
(Broddo, Bildus, Bugo), félaga Virvils, höfðingja á Ey-
landi (IV. 178—179). Eru þannig nokkrar líkur til, að
systkinin Broddr, Bogi og Hjálmgerðr hafi verið ættuð
frá Danmörku eða Svíaríki, þótt það sé alt mjög óvíst
(sbr. hér að framan, 24. bls.).
1) þó var Ingibjörg, systir þorsteins svarfaðar, giptí
Vík austr, Sigmundi á Vestfold, þeirra son var Kol-
beinn, er nam Kolbeinsdal í Skagafirði (Ln. 3. 9, sbr.
Svd. 19. k. 42. 1.). Fáir eða engir aðrir landnámsmenn
eru með berum orðum taldir úr Víkinni, nema Bálki
Blængsson af Sótanesi (Ln. 2. 32, Grett. 1. k.).
6*