Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 92
92
lágu á langviðum (mæniás, brúnásum og vegglægj-
um), voru nefndir innraptar, en ofan á þeim var
árepti og siðan tróð (tróðviðr eða tróðncefrar) og
yzt torfþak. Á þakinu voru Ijórar eða gluggar
(skjágluggar), er leiddu birtu inn í húsið.
Innri tilhögun skálans, meðan þar var bæði
sofið og eldað, var sú, að mitt gólfið (sviðið á milli
súlnanna) var óþiljað, og einnig að jafnaði til end-
anna eða minnsta kosti fremri endans. Voru þar á
miðju gólfi eldstóar eða eldgrófir, fleiri eða færri
eptir lengd skálans, og væri eldr kyndr í öllum
stónum, hétu það langeldar. En beggja vegna
milli súlna og útstafa voru upphækkaðar þiljur
(gólfpili, bekkpili), og var þar kallað bekkir og flet
og set. þ>ar á fletjunum eða setunum var sofið og
setið. Á frambrún þeirra, er að eldunum vissi,
voru stokkar (plankar), opt skornir og skreyttir, er
hétu setstokkar. Framan af munu menn, er menn
sváfu, hafa snúið höfði að setstokkum, en fótum til
veggjar, og hafa haft fótstokka að fótum sér, en
millum rekkna hafa þá verið bríkr eða bálkar.
Brátt mun þá hafa tíðkazt að hafa rekkjur lang-
setis við veggpili eða langpili, er legið hefir við út-
stafina. Milli þils og veggjar var autt og myrkt
skot.
í>á er hætt var að sofa og matbúa í sama húsi
og sitt hús var ætlað til hvors, þá hlaut smátt og
smátt að breytast hin innri tilhögun þeirra. í
skálunum (setaskálunum) voru þá eigi framar kyndir
langeldar, og gat þá allt orðið hreinlegra. í þeim
voru afþiljuð rekkjugólf (gólf = stafgólf) og lok-
rekkjur, einatt með skrautlegum rekkjubúnaði, eðr
og rekkjur með tjöldum fyrir (rekkjutjald, refill,
ársalr). 1 eldhúsunum (mateldhúsum, eldaskálum)