Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 62
62
sögum, og er það eptirtektavert, að í Vilkinasögu
er faðir Völundar smiðs nefndr Vaði, og i Völund-
arkviðu er faðir konu hans nefndr Hlöðvér, svo að
bæði þessi nöfn i ætt Odds minna á Völundar-söguna.
Mestr og kynsælastr þeirra landnámsmanna, er
áttu kyn sitt að rekja til Gautlands, var Helgi hinn
magri, er nam Eyjafjörð (Ln. 3. 12). Hann var
fæddr fyrir vestan haf (á írlandi eða í Suðreyjum),
og hefir að líkindum alið þar allan aldr sinn,
unz hann fór til íslands, en verið samt miklu fremr
norrænn en írskr að þjóðerni. En ólíklegt er það,
sem Guðbr. Vigfússon segir, að hann muni hafa
álitið Noreg ættjörðu sina (Safn I. 187), þvíað hann
var ekki þaðan kynjaðr, og þar sem Ari fróði kall-
ar hann „nórœnan“ (íslb. 2. k.), þá hlýtr það annað-
hvort að vera ritvilla eða misgáningr (fyrir aust-
rænn1) eða ónákvæmt orðatiltæki, sem hefir getað
sprottið af því, að Ari hafi skoðað alla Norðrlanda-
menn fyrir vestan haf sem eina þjóð gagnvart Keltum,
sbr. Grett. 5. k. Móðir Helga var írsk konungsdóttir,
Rafarta dóttir (systir ?) Kjarvals íra-konungs (‘{■887,
Krit. Bidr. I, 113), en faðir hans var Eyvindr aust-
maðr („enn austræni“ Fms. I. 250), er var fæddr og
uppalinn á Gautlandi, en fór vestr um haf, eptir að
hann var orðinn fulltíða, og virðist lítið eða ekkert
hafa dvalið í Noregi, þvíað Björn, faðir hans, sonr
Hrólfs frá Am (í Eystra Gautlandi ?) dvaldi þar
mjög lengi, eptir að hann hafði brent inni Sigfast,
mág Sölvars, sem ýmist er kallaðr konungr eða
jarl Gauta. Móðir Eyvindar, Hlíf Hrólfsdóttir, er
komin var af danskri konungsætt, varð eptir á Gaut-
1) þetta styrkist af því, að Ari kallar föður Helga
»Austmann«, sem líklegt er að hann mundi hafa f annari
merkingu en orðið »Norðmaðr«, með því að hann virð-
ist gjöra mun á »nórænn« og »austrænn«.