Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 98
98
sagt verið, að hurð væri hnigin á gátt (= opin),
svo að »hnigin“ um hurð, ef hvorki er bætt við ,á
klofa' né ,á gátt', geti merkt ýmist „lokuð“ eða
„opin“, eða búið, öllu heldr, að „hnigin“ um felli-
hurð merki „lokuð“, en að um rennihurð merki það
„opin“. En það virðist allhæpið að svo sé. „Hnigin“
um rennihurð virðist geta átt við, þá er lokað er,
þvi eðlilegt er, að hun hafi lokazt með nokkrum
þunga, líkt og skellihurð, en átak hefir þurft til að
opna hana, og um þá hreyfing er „hnigin“ mjög
óviðfeldið og getr og varla sagzt. „Hnigin á gátt“
kemr að eins fyrir á einum stað, nfl. í annari sög-
unni af Gísla Súrssyni, en 1 hinni sögunni segir á
sama stað : „hnigin aptru, og þykir sennilegt, að
það sé réttara, að hún hafi verið hnigin aptr (o: á
klofa, en að „á gátt‘ sé rangt), þótt eigi væri
hurðin lokuð að innan. Á tveim stöðum getr
„hnigin“ um hurð eigi merkt annað en ,opin‘, nfl.
Rm. 26.: ,var hurð hnigin', og Herv. (1847) 18.:
,hnigin er helgrind'. Mun og mega telja víst, að
hurð í slikum fornkvæðum sé og fellihurð, en eigi
rennihurð. En þótt mjer þyki skýring dr. V. G.
eigi fullnægjandi i þessu atriði, þá get eg eigi skýrt
,hnigin‘ í þessu sambandi1.
Síðar, en þó allsnemma, var farið að hafa
hjarrahurðir. Hjarrarnir voru upphaflega tappar
1) Mjer hefir komið til hugar, hvort eigi kunni að hafa
verið til enn eldri aðferð, en sú sem hér er talin upphafleg,
til þess að opna hurð og loka, nfl. að fyrir dyrahlerann hafi
verið geil nokkur eða bil niðr með þröskuldi og fyrir neðan
hann, er hlerinn hafi fallið eða hnigið í. þá er opnað var, en
svo hafi hann verið dreginn upp, er lokað var. En ekki get
eg fært þeirri gátu neitt til stuðnings. Finnist eigi neinn
vottr slíks hjá öðrum þjóðum, mun það vera hégómi einn.