Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 94
94
ar súlur í stofunni, munu hafa gengið upp undir
brúnása (fremr en verið sérstæðar)1. Á þann bekk,
er geg'n sólu vissi, hét æð'ra öndvegi, en þar gagn-
vart óæðra öndvegi eða öndvegi á óæðra bekk.
í>ess eru dæmi á íslandi, að höfðingjum þóttu
eigi nægja hversdagleg húsakynni fyrir stórveizlur,
en gerðu þar til sérstæð hús með sömu tilhögun
og stofur, og voru þau hús nefnd eldhús (eldahús—
eptir langeldunum) eða skálar (veizluskálar), en eigi
virðast þess konar skálar hafa verið algengir.
Auk þessara húsa, stofu, skála, búrs og eldhúss
(og forskáld), er sjálfsögð voru á heimili hverju, voru
á hinum stærrum heimilum á söguöldinni ýms önnur
hús, er sum voru áföst innihúsum, en sum sjerstök.
pannig munu á flestum bæjum, að minnsta kosti á
Sturlungaöld, hafa verið baðhús, eða baðstofur, til
að taka í bað2, áföst bæjarhúsum, nerna að líkind-
um hafa eigi baðstofur verið á þeim bæjum, er
laugar voru, því að þar hafa menn venjulega haft
laugarhús3, og farið í laug og baðast svo. Á
Sturlungaöld voru og salerni samstæð bæjarhúsum,
og innangengt í, en áðr voru þau úti á bæjum.
Dyngjur, eða hús, þar sem konur sátu að vinnu,
voru sérstæð hús skammt frá bænum, og voru þær
upphaflega alltíðar, en lögðust smátt og smátt niðr,
og munu í þeirra stað hafa komið klefar eða stofur
innan húsa („saumastofa''1, vefjarstofa). J>á urðu og
1. Eigi er tekið fram af höf., hvar öndvegissúlur hafi verið.
2. Baðið var venjulega gufubað. í baðstofunum var ofn
úr grjóti, er hitaðr var, og vatni síðan á hellt („gefið útan á
ðaðið“), sem hæfa þótti, til þess að mynda heita gufu.
3. Dr. V. (i. gerir eigi mun á laugarhúsi og baðhúsi, sem
er sitt hvað, þó að tilgangrinn væri hinn sami. — Ein böðun-
araðferð var kerlaug (kerbað).