Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 17
17
sína til hans, og hafi það ásamt fleiru gefið tilefni
til þess, að þeim var ruglað saman við Ragnarssonu,
þegar fram liðu stundir. Annars eru Loðbrókarsynir
þessir flestir nefndir alt öðrum nöfnum en Ragnars-
synir, og er það næsta athugavert. Ingvarr er alt arínað
nafn en ívarr* 1, Ubbi og Hálfdan eru ekki nefndir
meðal Ragnarssona í neinum fornum ættartölum ís-
lendinga2 („Yngvarr og Hústó (Hubba?)“ i ,.þætti af
Ragnarssonum“ eru sóttir í útlend rit), svo að Björn
járnsíða3 er hinn eini þeirra Loðbrókarsona, er vér
þekkjum með vissu, sem á nafna meðal Ragnars-
sona. En hafi Loðbrókarsynir verið komnir af
Ragnari fram í kyn, þá var það ekki nema eðli-
legt og samkvæmt venju fornmanna, þótt einhver
og Danmörk og nokkur hluti Noregs haíi alt verið samein-
að í eitt ríki d níundu öld, og haíi þeir Sigurðr hringr og
Eagnarr loðbrók ráðið þd fyrir því, sem yfirkonungar (Krit.
Bidr. I. 3.-4. bls.).
1) það er als ekki rétt eða nákvæmt, þegar Storm
(á 83. og 85. bls.) kallar Ingvar Loðbrókarson »ívar«,
þvíað hann er i enskum sagnaritum jafnan nefndr
Inguar og Annales 1 niafalenses, sem Storm sjálfr vitnar
til (70. bls.), nefna hann Hingarus, en geta á sama
8tað um Ivar konung í Dýflinni, og kalla hann Imarus,
svo að hér eru nöfnin ljóslega greind sundr.
2) Saxi nefnir ekki heldr Hálfdan (né Ingvar) meðal
Eagnarssona og lætr Ubba vera fráskila hinum (frillu-
son og uppreistarmann gegn föður sínum), og telr hann
þó upp fieiri Eagnarssonu en islendingar (sbr. í »f>. af
E.-s.«: »Ivarr.....átti......tvá bræðr frilhiborna; enn
annarr hét Yngvarr, enn annarr Hústó).
3) það er reyndar athugavert, að samtíða rithöfundar
kalla hann ekki annað en Björu (Berno), en viðrnefnið
jdrnsíða (»ferreæ costæ) finst ekki sett við nafn hans fyr
en hjá Vilhjálmi af Jumiéges (um 1070) er segir að hon-
um hafi verið vísað úr landi af »Loðbrók Danakonungi,
föður sínum«, en sú sögn er hæpin, og þykir ekki fylli-
lega takandi til greina (Krit. Bidr. I. 77. 85).
Tímarit hins islenzka Bókmenntafjelags XI. 2