Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 88
Bókarfregn.
Privatboligen pá Island i sagatiden samt delvis i det
0vrige Norden, af Valtýr Guðmundsson. Khvn 1889.
6 -j- 270 bls. 8.
Á bók þessa, sem er um hýbýli manna á sögu-
öldinni á íslandi og meðfram annarsstaðar á Norðr-
löndum, hefir verið minnzt með lofi í íslenzkum
blöðum, enda á hún lofsorð skilin. Áðr hefir margt
og mikið verið ritað um það, mest af útlendum
mönnum, og fátt eða ekki á íslenzka tungu, en alls
enginn hefir komizt til glöggrar og réttrar niður-
stöðu fyrr en dr. V. G. i bók þessari. Hann hefir
rannsakað málið frá rótum, og eigi hefir hann að
eins nákvæmlega borið saman allt í fornritum vor-
um, er þar að lýtr, heldr hefir hann og tekið til
samanburðar allt það, sem kunnugt er um hýbýli
frændþjóða vorra og fleiri allt fram í fornöld, og
sömuleiðis allt, sem kunnugt er um húsakynni á
íslandi trá enda sögualdarinnar allt fram á þenna
dag. Hann hefir allvíða komizt að annari og auð-
sýnilega réttari niðrstöðu en þeir, er áðr hafa rit-
að um sams konar efni, og hefir gjört nokkurn
veginn Ijóst, hversu hýbýlum forfeðra vorra hefir
verið háttað, og mun fáu af því hnekkt verða, er
hann telr rétt vera. Árangrinn af rannsóknum