Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 54
54
lægu ríkjum, eða höfðu flutzt þaðan vestr um haf
og siðan út hingað. Hin eiginlega Svíþjóð var
fjarlægust íslandi, enda virðast fæstir hafa komið
beint þaðan, og sóttu þeir fremr í Austrveg heldr
en vestr um haf. En Gautland var í svo nánu
sambandi við Víkina og enda Upplönd alt fram á
daga Haralds hárfagra, að þar verða eigi dregin
glögg takmörk á milli. Ur Víkinni og afýUpplönd-
um fóru fáir til íslands beina leið (eins og frá Gaut-
landi), en þaðan voru þó kynjaðir Breiðfirðingar1,
einhver helzti ættbálkr landsins, sem eflaust hefir
geymt í minni marga» sagnir um forfeðr sína. f>að
er þannig engin furða, þótt fornir sagnamenn á ís-
landi hafi verið sannfróðir um ýms forn tíðindi frá
öðrum hlutum Norðrlanda en Noregi, enda þótt það
sé óyggjandi, að allr þorri landnámsmanna var það-
an kynjaðr, einkum úr fylkjunum vestan fjalls.
Hér að framan (bls. 22) hefir verið bent á það,
að HöJSa-þórSr muni hafa verið ílendr fyrir vestan
haf, og átt þar kyn sitt að rekja til Bjarnar járn-
síðu (hins yngra) Loðbrókarsonar, og sé sú tilgáta
rétt, sem þar er haldið fram, þá getr hann ekki
talizt sænskr maðr, heldr hefir faðir hans þá verið
danskrar ættar að móðerni, en norrænn í föðrkyn.
þórSr knappr, er landnam í Fljótum, er talinn
sonr „Bjarnar at Haugi“, en hvorki hann né þor-
móSr rammi, er fór landflótta fyrir „Birni at Haugi“
og nam Siglufjörð, munu vera sænskir menn í raun
1) Auk þess sem þorsteinn rauðr var kominn frá
Upplendingakonungum að langfeðgatali (og í föðurætt
kynjaðr frá Bagnari Islb. 12. k.) var amma hans (Yng-
vildr kona Ketils Flatnefs) hersisdóttir af Hringaríki
(Ln. 1. 11; 2, 11; 3, 12; »Kaumaríki« Eyrb. 1. k.) og
kona hans (þuríðr dóttir Eyvindar austmanns) kynjuð
af Gautlandi (Ln. 2. 15)