Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 27
27
ætla, að þeir hefðu helzt talið Helga af því, að
þeir hefðu vitað af mægðum hans við Ragnar, því
að annars var eins hægt að segja, að Guðröðr eða
Rögnvaldr hefði átt dóttur Sigurðar Ragnarssonar.
En ef vér höfum hitt fyrir satt, sem líklegra er,
að Breiðfirðingar hafi rakið ætt sina, einsog þeir
vissu bezt, og villurnar séu þeim ósjálfráðar, ef þær
eru nokkrar, þá bendir ættartalan beinlínis á skyld-
leika Breiðfirðinga við ætt Sigurðar hjartar og
Ragnarsættina. Hefði t. d. systir Sigurðar hjartar
veriðjmóðir Ólafs hvita (og ívars, gipt Guðröði þeim,
sem írar kalla föður þeirra), þá var hætt við, að
hin munnlega sögusögn gæti ruglað forfeðrum
hennar saman við forfeðr manns hennar1, og gat
1) Slíkan rugling má jafnvel benda á í ætt Breiðfirð-
inga. þorsteirm rauðr (Ólafsson hvíta) átti þuríði Ey-
vindardóttur, systur Helga hins magra, en móðir Ey-
vindar var Hlíf, dóttir Hrólfs Ingjaldsson&r, Fróðasonar
konungs (Ln. 3. 12, Grett. 3. k.). En í Laxd. 1. k.
er Ólafr hvíti kallaðr nlngjaldsson, Eróðasonar hins
frækna, er Svertlingar drápu« (í staðinn fyrir »Ingjalda-
son Helgasonar«) og virðist sú saga þannig rugla saman
ættum Breiðfirðinga og Helga magra (Ynglingum og
Skjöldungum). Eins gat fleira ruglazt, og er því ekki
óhugsanlegt, að ættartala Olafs hvíta hafi í fyrstunni
verið svona: