Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 40
40
En þótt líkindi séu til þess, að Svíakonungar
frá Birni járnsíðu Ragnarssyni séu rétt taldir í „Lft.“,
og að ættartölur íslendinga frá „Ragnari loðbrók“
séu ekki tilhæfulausar, þá er samt harla lítið hægt
að segja með sögulegri vissu um Ragnar eða sonu
hans, með því að saga þeirra er svo fjarskalega
ýkt og aukin skáldlegum hugsmíðum og alþýðleg-
um æfintýrum, og þeir bendlaðir við svo margt,
sem upphaflega hefir átt við Loðbrókarsonu þá, er
vér höfum sannar sögur af. f»að er ekki einusinni
full-ljóst, livar Ragnarr hefir verið konungr, eða
hversu miklu ríki hann hefir ráðið. Sama er að
segja um föður hans, Sigurð hring, og föðurfrændr
hans, Harald hilditönn og ívar víðfaðma, að bágt
er að segja, hvað satt er í sögum þeirra, en ekki
sýnist ástæða til að rengja það, að þeir hafi verið
til, hvort sem sambandi þeirra hefir verið svo farið,
sem almennast er talið, eða á annan hátt. f»ó hefir
„Sögubrot af fornkonungum-1 (Fas. I. 363—88, VA.
I. m. 115—36), er menn ætla að sé leifar af Skjöld-
ungasögu, miklu sennilegri og sögulegri blæ á sér* 1
ura liðum á undan •Ragnari loðbrók«) og sýnist þetta
vera sprottið af óljósri endrminningu um hinn sænska
konung rneð því nafni. Væri það þá líkt því, er Gaut-
rekr hinn mildi er settr í dönsk konungatöl og gjörðr að
sama manni og »Godefridus« sem Einhard nefnir (Brevior
historia (Scr. r. Dan. I. 15—18). Saxo 1. VIII. 435).
1) þannig er »Sögubrot« hið eina sagnarit frá Norðr-
löndum, sem getr þess, að Skíringssalr á Vestfold hafi
verið merkilegr staðr (Fas. I. 388, VA I. m. 136).
Snorri sýnist einungis þekkja Skíringssal að nafni af
Ynglingatali þjóðólfs (Hkr., Yngl. 49. k., 38. bls.). En
það sézt af hinni engilsaxnesku ferðasögu Óttars (Oht-
here’8), að Skíringssalr muni hafa verið nafnkendr sam-
komustaðr (verzlunarstaðr) á sinni tíð. (Sbr. ritgjöró
Magnúsar Stephensens: »Cm hið nýja tímatal Dr.
Guðbrands Vigfússonar* í Tímar. V. 155.—158. bls.).