Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 78
78
þeirri tilgátu P. A. Munchs (Saml. Afh. II, 399), er
mér var eigi kunn fyr en verki þessu var lokið, að
nafnið ,,víkingar“ sé dregið af Víkinni. írska nafn-
ið á heimkynni víkinganna: „Lochlann“ (af loch=
stöðuvatn, fjörðr, vík) virðist líka alt eins geta verið
útlegging af „Vík“ einsog af „firðir“ (sem er ætlun
Storms) eða af „Sjáland“ (sem Steenstrup hyggr).
Og vera má líka, að vert sé að gefa gaum að því
atviki, að ýms forn örnefni fátið finnast bæði um-
hverfis Víkina og á Bretlandseyjum, svo sem Ljóð-
hús við Gautelfi og í Suðreyjum, Vestmarar í Nor-
egi og Westmoreland á Englandi.
Að lyktum skulu tekin fram í stuttu máli aðalatrið-
in í skoðunum þeim, sem hér hefir verið haldið fram, og
svo koma seinast nokkrir viðaukar til skýringar og
skilningsauka.
1. Svíaveldi og Danaveldi hafa (hvort um sig) verið
orðin einvaldsríki snemma á 9. öld (Jessen), en
víst er þó, að þau hafa stundum komið í frænda-
skipti og enda útlendir höfðingjar gengið á
Danaveldi alt fram til loka 9. aldar.
2. J>á er Haraldr hárfagri gjörðist einvaldr í Nor-
egi, hafði Danaveldi um hríð farið hnignandi
sökum óeirða og byltinga, en Svíaveldi hefir
þá verið voldugt ríki undir stjórn Eiriks „Ey-
mundar“sonar, og hafa Uppsalakonungar skipað
öndvegi meðal höfðingja á Norðrlöndum um það
leyti og jafnvel lengi síðan (unz Knútr ríki og
Ólafr helgi komu til sögunnar ?), þótt það hafi
sem Steenstrup heldr að séu sömu menn og *Ragnarr loð-
brók« og Ragnarssynir (sbr. Tímar. X. 90). Dr. Guð-
brandr Vigfússon hefir opt tekið fram (Safn I. 229, 265,
287) að alt stórmenni á Ogðum virðist hafa verið komið
vestr um haf fyrir Islands byggingu, en austrhluta Agða
má telja til Víkrinnar í rýmstu merkingu.