Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 52
52
því síðr fárra „fróðra11 manna, og þá sést ljóslega,
að það hefði verið mjög torvelt, og jafnvel nálega
ómögulegt að Ijúga upp ættartölum eða falsa þær.
J>að er reyndar við að búast, að sumir kunni að
vilja beita kenningu drs. Jessens (Undersögelser,
39. bls.) „að sérhver munnmælasaga sé lygi, þangað
til búið sé að sanna hana“, við hina islenzku ættar-
tölur, en þá vil eg skilja sönnun einsog dr. Gustav
Storm gjörir (Krit. Bidr. I. 5. bls.), og halda því
fast fram, að hinar fornu ættartölur íslendinga, sem
miklar líkur eru til að eigi við góð rök að styðjast,
séu sannar og réttar, meðan ekki er búið að sanna,
að þær komi í bága við það, sem vér vitum með
fullum rökum, eða sennilegt er í sjálfu sér. Villur
finnast að vísu opt í þeim, stundum meiri. stundum
minni, einsog dæmi eru sýnd til hér að framan, en
þetta er sameiginlegt með þeim og sögusögninni,
sem er þó enn villugjarnari, sem „reikar í nokkurs-
konar draumi yfir staði og stundir“, og blandar því
saman, sem á ekki saman upphaflega. Vitnisburðr
ættartalnanna er þó æfinlega vitnisburðr frá forn-
öld um fornaldarmenn, jafngildr hverjum öðrum þeim
vitnisburði, sem búinn er að ganga mann frá manni
um langan aldr, og þegar þær eru ekki ósennilegar
í sjálfum sér, koma ekki hvor í bága við aðra, og
eru í engri mótsögn við það, sem vér annars vitum
með sögulegri vissu, þá er ekki meiri ástæða til að
rengja þær, heldr en aðrar fornar sögusagnir, sem
sennilegar eru taldar, heldr verðr að unna þeim
sannmælis, þegar hvor styðr aðra. Oss dettr auð-
vitað ekki í hug, að halda því fram, að hin fornu
sagnarit vor séu gallalaus, eða að vorir elztu og
beztu sagnamanna hafi verið óskeikulir, en á hinu
verðum vér að standa fastara en fótunum, arT peir
hafi viljað satt segja, og ekki gjört sig vísvitandi