Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 75
hafi vevið skipt í mörg smáríki alt fram á haus daga,
líkt og Noregi fyrir daga Haralds hárfagra. Vér vitum
ekki, hvað staðið hefir um þetta í Skjöldungasögu, eða
hvort hún hefir náð svo langt, og ekki vitum vér heldr,
hvaðan það er, sein Haukr segir um ríki Hörða-Knúts
og Sigurðar orms í auga, en hitt er víst, að það er
nokkuð frábrugðið því, sem steudr í Ol. s. Tr., einkuin
að því er snertir Víkina í Noregi. Báðum kemr þó
saman um það, að Sigurðr og Hörða-Knútr hafi ráðið
fyrir Sjálandi og Skáni (en ekki Jótlandi), og kemr
þetta að því leyti heim við hina dönsku sögusögn hjá
Saxa, sem hún lætr ættmenn Ragnars hafa aðalstyrk
sinn á Sjálandi (og Skáni), en mótstöðumenn þeirra á
Jótlandi (Saxo 1. IX. p. 439, 442, 444, 448, 463), þótt
hún telji annars Danaríki eina heild, enda gjöra þessar
íslcnzku sögur í rauninni hið sama, þegar þær láta Gorm
son Knúts fundna halda »alla Danmörk af Kagnars son-
um, þá er þeir voru í hernaðú (Fms. I. 115).
Um Sigurð hring og Harald hilditönn eru ýmsar
sagnir í „Sögubroti“, sem því miðr vantar talsvert f,en
svo mikið má sjá af þeim, að sagan um Brávalla-
bardaga er þar, eins og hjá Saxa, að miklu leyti
runnin frá fornkvæði, sem óvíst er hversu gamalt
er eða hvar ort, þótt það sé eflaust ranglega eign-
að Starkaði gamla. J>ví hefir nú verið haldið fram
af ýmsum fræðimönnum, að sigrvegarinn á Brávelli
ætti i raun réttri ekkert skylt við Sigurð hring, og
að vísu er langt bil (margra konunga æfi) hjá Saxa
frá þeim Haraldi hilditönn og Hringi frænda hans
til Sigurðar hrings, föður „Ragnars loðbrókar11, en
þó er auðsjáanlegr skyldleiki milli sagnanna, og
líkindi til, að milliliðunum sé ranglega skotið inn í,
þvíað Saxi lætr Harald hilditönn herja á ríki Frakka
(Aquítaníu), vinna Norðymbraland og hafa Ubba
hinn frfska (=Ubba Loðbrókarson) í liði sinu og
gipU honum systur sína (1. VII, p. 366). Svo er líka
systir Haralds gipt Sigztrði konungi á Hringarikt, (p.
367, sbr. 1. VIII. p. 393) og kemst sonr þeirra (Áli
hinn frækni, fornfræg söguhetja) til valda i Dan-