Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 93
93
mun þó nokkuð lengi hafa haldizt við að hafa set
til beggja hliða, því að bæði var títt, að menn sátu
þar á kvöldum og bökuðust við málelda (matreiðslu-
elda), enda er eigi ólíklegt, að ófrjálsir menn hafi
nokkra hríð einkum haft þar stöð og jafnvel sofið
þar.
Stofur voru gjörvar mjög í líking við skálann,
meðan þar voru hafðir langeldar, nema meirr hafa
þær verið vandaðar að smíð, og að jafnaði alþiljað-
ar. þar var hversdagslegt aðsetr frjálsra heimilis-
manna. f>ar var gestum fagnað. far tóku menn
dögurð og náttverð og sátu að drykkjum við elda,
fverþili i stofum voru kölluð bjórþilix, brjöstþili og
skjaldþili, eðr og bjórar2 og brjóst (og skildir?).
Bekkþili eða gólfþili í stofunum nefndust þallar, og
lágu þeir talsvert hærra en moldargólfið í miðri
stofu, og voru rið upp að ganga (fótborð, sbr. pall-
borð, fótskarir, bekkjarskarir, þallskarir), og var
stundum holt undir pöllunum, og op á, er komast
mátti niðr um, og hlemmr yfir, og stundum var
innangengt af pöllunum út í skotin milli þilis og
veggjar. Fyrir innra stafni stofunnar (fjær stofu-
dyrum) var þverþallr, er einkanlega var kallaðr
þallr, og var konum einkum ætlaðr þar sess, en
til hliðanna hétu langpallar (bekkir), og sátu þar
karlar. Stafirnir (útstafirnir) skiptu stofunni í gólf
eða stafgólf. Miðgólfið þótti þeirra veglegast, og
nefndust setin því á hvorn bekk öndvegi. Beggja
vegna við öndvegið gengu upp mjög skrautlegar
öndvegissúlur í stofum höfðingja, er, svo sern aðr-
1. Að bjórþili fyrir ofan stafnsyllu (=; gaflstoW!) hafi verið
kölluð ,bjórhiað‘, (íykir naumast sennilegt.
2. Bjórar hétu og stafntjöld eða gafltjöld í stofum, drykkju-
skálum og kirkjum.