Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 103
103
Seinka tekur, segja spár,
að semja lögin nýu:
í seglbót hafa þau setið ár
sjö og fjörutíu.
[Hverninn á þetta að skiljast? Chr(istian) Ytus re-
formeraði Norsku lögin Anno 1684, og það sama ár
lét hann út ganga skipan sína til þá verandi lög-
manna á Islandi, Sigurðar Björnssonar og Magnúsar
Jónssonar. Ef svo er meint, þá verður annus 1736
þaðan frá 52 ár liðin; kanske eigi því að vera :
sex tvenn og fern tíu.
í síðara sinni var hið sama skipað lögmönnunum
Páli Jónssyni Vídalín og Oddi Sigurðssyni Anno
1719. f>að verða Anno 1736 ein 17 ár; má það svo
komast heim með því að setja:
sjö og þar til tíu].
Sigurður, Magnús sömdu hér,
samt Oddr og Páll af magni,
Benedikt sama kendi og Kjer ;
en kemur að litlu gagni.
Smidt og Magnús tóið tveir
tæta og málin kringja ;
lukka er samt ef ljúka þeir
við lögbók Islendinga1.
1) Skýringargrein Jóns frá Grnnnavík við fyrstu vísnrnar cr <5-
nákvæm. það var elcki 1684, að lögmönnum Sigurði Björnssyni
og Magnúsi var skipað að gera frumvarp til nýrrar lögbókar, er
sníða skyldi, sem framast vœri bægt, eptir Norsku lögum Chr.
Y. Reskript um f>að bæði til lögmannanna og biskupanna þórðar
þorlákssonar og Jóns Vigfússonar var gefið út 14. Apr. 1688, og
eru þaðan frá liðin 48 ár árið 1736, svo að ekki skakkar nema
einu ári hjá Skúla. Oddur og Pál!, sem hér eru nefndir, eru
Oddur lögmaður Sigurðsson og Páll lögmaður Vídalín, því að með
reskripti 29. Maí 1719 var þeim boðið að semja frumvarp tii ís-