Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 36
36
hún hafi verið gipt einum af Skilfingum, en „sú
kynslóð er í Austrvegum“ (Sn. E. I. 522). Búriz-
leifr (Búrislafr) er algengt nafn á slafneskum höfð-
ingjum í fornsögum vorum, og virðast Norðmenn
haía nefnt svo bæði Bolislav á Póllandi og Bugis-
lav á Vindlandi (Pommern). Nú vitum vér það af
frásögn Nestors munks, hins elzta sagnaritara Rússa,
(er var samtíða Ara fróða, en litlu eldri) að Vær-
ingjar (Norðriandabúar) stofnuðu um 860 riki það í
Austrvegi, er síðar var nefnt Rússland, en forfeðr
vorir kölluðu Garðaríki, og fer Nestor þeim orðum
um þetta, að fyrst hafi Væringjar lagt (Finna og)
Slava undir sig, eða skattgilt þá, síðan hafi (Finnar
•og) Slavar rekið Væringja af höndum sér, en kallað
þá aptr að litlum tíma liðnum, þegar þeim leiddist
stjórnleysi það, er varð meðal þeirra eptir burtför
Væringja. Hafi þá bræðrnir Rurik (Hrærekr), Sin-
eus (Signjótr?) og Truvor (þ>órarr?) komið með
Væringja og sezt að í landinu. Og hann tekr það
fram, að pessir Væringjar hafi kallazt „Rus“, eins
og aðrir séu kallaðir Svíar, Norðmenn, Englar,
Gautar (Gotar?). Af þessu má ráða, að áðr en
Rurik setti á stofn ríki í Hólmgarði (Novgorod),
hafi þjóðflokkr sá af Norðrlöndum, er „Rus“ nefnd-
ist, farið herferðir til Garðaríkis og lagt þar lönd
undir sig, og þótt þessir viðburðir séu dregnir sam-
an í eitt hjá Nestori, og látnir gjörast á fám árum,
þá má telja víst (og það votta meðal annars forn-
leifarnar.sj á O. Montelius: Sv. h. I. 255) að við-
skipti (finskra og) slafneskra þjóða í Austrvegi við
Norðrlandabúa, og einkanlega við þann sænska
þjóðflokk, er bygt hefir frá alda-öðli eyjarnar í
Eystrasalti og strendr Finnlands (Balagarðssíðu) séu
miklu eldri en svo, að þau hafi byrjað um miðja 9.