Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 55
55
réttri, heldr mun þessi „Björn at Haugi-1 vera allr
annar maðr, en hinn sænski konungr með því nafni,
eins og Gísli Brynjólfsson hefir bentá (N. Fél. XIII,
104. bls.)1, en likingin á nafni og bústað rnun hafa
valdið því, að þeim hefir verið blandað saman, og
f órðr og J>ormóðr haldnir sænskir menn, í stað þess
að þeir hafa eflaust verið sygnskir, eins og Sturla
pórðarson kallar fórð með berum orðum (Ln. 3. 11),
og sama virðist mega ráða uin þ>ormóð af því, að
„Björn at Haugi“ gjörði hann sekan um víg Gyrðs,
móðurföður Skjálgs á Jaðri, er hefir líklega átt
heima vestanfjalls í Noregi.
Ulfljótr, hinn fyrsti löggjafi íslendinga, er kom
út í Lóni og bjó þar síðan, virðist aptr á móti
hafa verið sænskr maðr. Ari segir, að hann hafi verið
„maðr austrœnn“, (íslb. 2. k.), en það hlýtr víst að
vera sömu merkingar og sænskr2, að minsta kosti
1) Sú getgáta G. Br. virðist sennileg, að þessi Björn
hafi verið faðir Brynjólfs á Aurlandi, en afi Bjarnar
hölds og þórðar á Aurlandi, sem nefndir eru í Eg. Aptr
á móti sýnist engin ástæða til að halda, að hann hafi
verið konungr, eða að Bragi hinn gamli hafi kveðið
höfuðlausn sína um hann, enda segir Eg. tneð berum
orðum, að drápa þessi sé ort um Björn Syía-konung,
og faðir þórðar knapps er ekki kallaðr konurtgr í Ln.
(Sturlubók), heldr aðeins »Björn at Haugi«. Ovíst er,
að hann hafi verið kominn frá Ragnarssonum, sem
Guðbr. Vigfiisson hyggr (Safn I. 252), þó er það ekki
óhugsanlegt, að honurn hafi verið ruglað saman við
Björn Svíakonung meðfram af því, að þeir hafi verið
skyldir, og víst er það, að jpórðr knappr hefir verið
í venzlum við upplenzka höfðingja (Ln. 3. 11) líkt og
ættmenn Víkinga-Kára á Vors, sem sumir hafa talið í
ætt við »Ragnar loðbrók# (Ln. 3. 1, sbr. 9.—10. bls.
að framan).
2) Björn enn austræni hefir að líkindum fengið viðr-
nefni sitt af því, að hanii var alinn upp á Jamtalandi,
Jyrir austan Kjöl, þótt hann að öðru leyti væri Norð-
maðr. Orðið Austmaðr er að vísu í sögum vorum vana-