Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 33
33
í, ein af hinum yngstu (o: síðast rituðu) Noregskon-
ungasögum, en samt sem áðr er nokkurn veginn
auðgjört að greina þar í sundr hina innlendu eða
ættgengu sögusögn og hitt, sem runnið er frá út-
lendum ritum. Höfundr sögunnar, sem annars reyn-
ir að fella sögu Sigurðar hrings, „Ragnars loðbrók-
ar“ og niðja þeirra saman við enskar árbækr og
enskt og danskt (józkt) konungatal, sýnist alls ekk-
ert vita um það, að danskir sagnamenn voru búnir
að gjöra úr konungunum „Sigifridus“ og „Anulo“
(Sigfreði og Ála, er árbækr Einhards segja að bar-
izt hafi um völdin og fallið 812) „Syward og „Sy-
ward Ring“ (Brevior historia) eða „Syvardus Ring“
og „Ringo“ (Saxo), og blanda þannig útlendri sögn
við innlenda, þvíað hann nefnir þessa konunga í
60. kap. Sigfröð og Hring Anulo1, en í 61. kap.
fer hann að segja frá Sigurði hring, eins og það
væri allr annar maðr. Danskir sagnamenn höfðu
líka ruglað saman „Reginfridus“ eða „Reganfredus“
(Ragnfreði) konungi (-j-814) og „Ragnari loðbrók“,
en höf. Ol. s. Tr. kallar í 60. kap. „Reinfridum"
son „Godefridi“ (Guðröðar) og kemr auðsjáanlega
ekki til hugar, að gjöra hann að sama manni og
„Ragnar loðbrók“, sem hann (1 næsta kap.) kallar
son „Sigurðar hrings“. f>annig eru full líkindi til
þess, að ættartölur Ara fróða eigi rót sína í fornum
arfsögnum, er gengið hafi frá upphafi i ættunum
sjálfum mann eptir mann, og hafi þannig við góð
2) þannig hefir honum orðið hið sama á og dönsku
sagnamönnunum að því leyti, sem þeir hafa tekið Anulo
fyrir útleggingu á »Hringr«, en ekki hefir hann samt fund-
ið ástæðu til að gjöra Sigfröð að Sigurði, og því síðr til að
slengja honum saman við Hring og gjöra úr báðum föð-
ur »Bagnars loðbrókar#.
Tímarit bins islenzka Bókmenntafjelags XI. 3