Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 91
91
undan stofudyrum, voru stundum nefnd forstofá1.
Stundum var hús eða byrgi fram af útidyrum (út-
göngudyrum), er nefnt var framhús eða fordyri.
Skálar, er ætlaðir voru til þess að varðveita í
föng manna og búsgögn, þurftu eigi að vera mjög
breiðir, og hafa að líkindum verið gjörvir sem nú
eru mjóar heyhlöður, þannig, að einn mceniáss hefir
legið á gaflhlöðum2 3, og verið studdr með einni eða
fleirum súlum undir, og af honum hefir svo verið
rept á veggi eða vegglægjur. En íbúðarhús eða
innihús þurftu að vera allbreið, og hafa verið gjör
í líking við breiðar heyhlöður, þannig að tveir hafa
verið hliðarásar eða langásar, sem einnig voru
nefndir brúnásar*, undir súlum, hæfilega mörgum,
og yfir þeim vaglar, og rept hefir verið af hliðar-
ásum á syllur eða staflægjur undir stöfum (útstöf-
um) eða stoðum, er staðið hafa á stoðarsteinum, eða
hafa í vandaðri húsum verið greyptir í undirstokka
eða syllustokka. Á hinum stærrum húsum gengu
dvergar upp af vöglum, er studdu mæniás, og hefir
af honum verið rept í brúnásana. Raptar þeir, er
1. Dr. V. U. hyggr, að gðng fram undan búri og baðstofu
hafi heitið ,forbúr‘, eða ,forbaðstofa‘, en eigi þykir það alls
kostar sennilegt. En öll göng munu hafa verið kölluð forskál-
ar, svo sem ranghali til fjóss er kallaðr forskáli, og einstakir
hlutar þeirra munu eigi hafa borið sérstök nöfn, nema and-
dyrið (öndin. bæjardyrnar) og forstofan.
2. Oaflhlai, sá hluti gaflsins eða stafnsins, er bar hærra en
hliðveggir, hin bjórmyndaða upphækkan gaflveggjarins. J>ó
er orðið stundum haft um allan gaflinn.
3. Sumir hafa ætlað, að brúnásar væri sama og syllur eða
staflægjur; en aðrir hafa ætlað, að brúnáss væri sama og
mœniáss; en dr. V. G. hefir sannað, að hvorttveggja er rangt,
en að brúnásar eru sama og hliðarásar (langásar), er lágu
ofarlega í þakinu milli staflægna og mæniáss.