Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 34
34
og gild rök að styðjast i aðalatriðunum en séu als
ekki falsaðar, þótt þær séu ekki gallalausar. En
ættartala Breiðfirðinga og ættartala Haralds hár-
fagra frá Ragnari styðja hvor aðra, og vísa báðar
til þess, að Ragnarr sonr Sigurðar hrings hafi verið
uppi, áðr en árbækr Frakka fara að telja upp kon-
unga á Norðrlöndum, enda styrkist þetta, svo sem
áðr er á vikið, af einu dönsku konungatali (Series
I. Runica, Scr. r. Dan. I. 27—30), er telr annan
Ragnar löngu fyr en þann, sem slengt er saman
við Reginfridus (sbr. 12. bls. að fr.). Vér höfum
það þá fyrir satt, að ættartölur Haralds hárfagra
og Breiðfirðinga séu fornar og sannar að því leyti,
að ættir þessar hafi verið komnar frá Sigurði orm
i auga. Ættartala Svíakonunga frá Birni járnsiðu
stendr vel heima við þær að liðafjöldanum til1, og
er það til styrkingar því, að rétt sé talið. Hin eina
ætt á íslandi, sem með berum orðum er rakin til
Uppsala-konunga, kemr eigi heldr i neinn bága við
þetta. Sléttu-Björn Hróarsson landnámsmaðr í
Skagafirði, sem sýnist hata verið jafnaldri Höfða-
fórðar og litlu eldri en fórðrgellir (líkl. fæddrum
900)2, er talinn fimti maðr frá „Eiríki konungi af
Uppsölum-1. Hafi þessi Eiríkr konungr verið Eiríkr
1) Sbr. a) Björn járnsiða—Eiríkr—Eymundr—Eiríkr (f.
um 830?). b) Sigurðr ormr i auga —Aslaug—Sigurðr hjörtr
—Ragnhildr(móðir Haralds hárfagra). c) Sigurðr ormr
í auga—(þóra)—(Ingjaldr) —Ólafr hvíti (f. um 830?)
2) Einn af sonum Sléttu-Bjarnar átti systur þorvalds
Hjaltasonar, er var í Fýrisvallaorustu (984), annar átti
dóttur Höfða-þórðar (en börn Höfða-þórðar og þórðar
gellis giptust saman); hinn þriðji átti dóttur Sigmundar
þorkelssonar, er veginn var um 960, og virðist þá hafa
verið ungr maðr og nýlega kvæntr. (Ln. 3. 9—10, sbr.
Vígagl. 5. k.).