Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 84
84
Eymundr— (Hringsson 943 Ann. Esr.
—Eiríksson 966? Ad. Br,) um 980?
(8.) Ólafr (II.)
Bjarnarson, réð ríkjum nálægt 950—960?
(9.) Eirikr (V.)
sigrsæli —- — — 950—994.
(10.) Ólafr (III.)
skautkon-
ungr — — — 994—1022.
Önundr (Ja-
cob) „kolbrenna“— — — (1019) 1022—1050.
Eymundr (III?)
hinn gamli
(slæmi) — — — 1050—1056.
Eptir þetta hófst Steinkels-ættin til ríkis, en þó
’jafnframt henni ýmsir aðrir konungar, er sumir hafa
líklega verið af fornu konungsættinni, og sýnist röðin
hafa verið þessi: Steinkell nál. 1056—67. Eiríkr (VI.)
og annar Ei#íkr (VII.) 1067. Hallsteinn Steinkelsson.
Önundr (IV.). Hákon rauði (n. 1067—80) og Ólafr (IV.)
neskonungr. Ingi Steinkelsson (n. 1080—1111), og Hall-
steinn og BTót-Sveinn (n. 1080—83). Rögnvaldr (I.)
Ingason ? Filippus (f 1118) og Ingi (f 1125) Hallsteins-
synir. Eiríkr (VIII) ársæli (Kolr). Rögnvaídr knaphöfði
(t n. 1130?). Magnús sterki (f 1134). Á þessu tíma-
bili voru megnar innanlands-óeirðir í Svíaveldi , lang-
vint sundrlyndi milli Svía og Gauta, heiðinna manna
og kristinna, og stundum tveir eða fleiri konungar í
senn ; mun þá vegr ríkisins hafa minkað og frægð þess
farið hnignandi. Eptir það voru tíðast konungar til
skiptis af ættum þeirra Sörkvis Kolssonar og Eiriks hins
helga (1150—1160), og var þá sundrungin orðin svo mikil
um tíma, að hið forna Svíaveldi var dottið í tvo hluti,
þar sem Sörkvir réð Gautum en Eiríkr Svíum, og þótt
Karl Sörkvisson næði einvaldi yfir öllu ríkinu eptir
fall Magnúsar Heinrekssonar (Svíakonungs, 1160—61)
og nefndist Svía- og Gautakonungr, þá héldust samt
altaf annað veifið deilur um ríkiserfðir milli beggja
ættanna, unz þær voru aldauða í karllegg. þannig
feldi Knútr Eiríksson Karl og barðist við Kol og Búriz-