Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 21
21
í flokk með Sigurði Fáfnisbana og öðrum goð-
kynjuðum köppum (hálfguðum), af því að sagan
lætr hann vera mág Sigurðar, og vinna orm, eins-
og hann, þótt eigi sé að heldr leyst úr þeirri gátu,
hvernig á því standi, að „Loðbrókar“-nafnið skuli þá
aptr koma fram á víkingaöldinni. En aðrir vilja
helzt ætla, að „Ragnarr loðbrók“ hafi aldrei verið
til, úr því að þeir geta ekki látið hann vera föður
Loðbrókarsona þeirra, er lifðu á síðari helmingi g.
aldar. En inerkilegt er það, að hinar elztu og skil-
ríkustu af ættartölunum frá „Ragnari loðbrók“ (ættir
Breiðfirðinga, Haralds hárfagra og Svíakonunga)
koma vel heim hver við aðra og benda allar sam-
eiginlega til þess. að Ragnarr hafi verið uppi heilli
öld á undan Ingvari og bræðrum hans1, en hinar
tvær, sem vér höfum seinni heimildir fyrir (ættir
þeirra Höfða-f>órðar og Auðunar skökuls) hafa
miklu færri ættliði milli “Ragnars loðbrókar“ og
landnámsmanna. J>etta bendir óneitanlega á það,
að hér sé slengt saman tveimr persónum („Ragnari“
og ,,Loðbrók“) er lifað hafi hvor á sinum tíma, en
ekki verið uppi um sama leyti. Ættir þeirra Auð-
unar skökuls og Höfða-f>órðar eru báðar riðnar við
Vestrlönd (Bretlandseyjar) en hinar ekki, eða siðr
að minsta kosti2. Getgáta Storms, að afi Höfða-
J>órðar hafi verið sá Hróaldr hryggr af J>elamörk,
er barðist móti Haraldi hárfagra i Hafrfirði (Hkr.
1) I ættartölu Danakonutiga eru færri liðir, en aldr
þeirra bætir það að nokkru leyti upp, þar sem Gormr
gamli er látinn taka ríki um 840. Líklega vantar í
rauninni liði í hana, eins og áðr er til getið (Tímar. X.
98.—100. bls,)
2) þótt forfeðr Breiðfirðinga (Olafr hvíti o. fl.) væru
um tíma fyrir vestan haf, þá snertir það ekki tengdir
þeirra við Ragnars-ættina; þær voru miklu eldri en
vestrför þeirra.