Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 79
79
verið meira i orði en á borði alt fram á daga
Eiríks sigrsæla.
3. ,.Ragnarr loðbrók“ er í raun réttri orðinn til úr
tveimr mönnum. „Loðbrók“ hefir verið móðir
Loðbrókarsona þeirra, er uppi voru á 9. öld,
og útlend rit geta um (Storm), en „Ragnarr-1
hefir að öllum líkindum verið voldugr og við-
lendr fornkonungr á 8. öld, sem Svía- og Dana-
konungar og margir aðrir höfðingjar hafa átt
kyn sitt að rekja til. Hann hefir verið kominn af
ætt ívars víðfaðma og nákominn vikverskum og
upplenzkum höfðingjum, enda haft aðalstyrk sinn
á Vestra-Gautlandi og um þær slóðir.
4. Ragnarssynir virðast hafa verið uppi um það
leyti, sem víkingaferðir vestr og suðr um haf
voru að byrja (um 790—800), og þá sjálfsagt
talsvert við þær riðnir, enda hefir Vikin snemma
verið mesta „víkingabæli11, og með þvi að hún
var tengd við Danmörk í upphafi sögutímans,
þá er ekki hægt að gjöra greinarmun á Norð-
mönnum, Gautum og Dönum meðal hinna fyrstu
víkinga fyrir vestan haf.
5. Sögurnar um þessa niðja Ivars víðfaðma hafa
komizt til íslands með landnámsmönnum þeim,
er þeirrar ættar voru eða henni nákomnir á ein-
hvern hátt, en meðal þeirra voru nokkrir vestan
um haf, er töldu ætt sína til (Ragnhildar ?) Loð-
brókar, sem átt hafði víðfræga sonu, einsog
Ragnarr (Álfsbani), og hefir það valdið ruglingi
á ættunum og sagnablendingi, sem gengið hefir
víðsvegar um Norðrlönd, þannig að Ragnarsson-
um og Loðbrókarsonum hefir verið slengt sam-
an og faðir þeirra nefndr „Ragnarr loðbrók11.