Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 79

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 79
79 verið meira i orði en á borði alt fram á daga Eiríks sigrsæla. 3. ,.Ragnarr loðbrók“ er í raun réttri orðinn til úr tveimr mönnum. „Loðbrók“ hefir verið móðir Loðbrókarsona þeirra, er uppi voru á 9. öld, og útlend rit geta um (Storm), en „Ragnarr-1 hefir að öllum líkindum verið voldugr og við- lendr fornkonungr á 8. öld, sem Svía- og Dana- konungar og margir aðrir höfðingjar hafa átt kyn sitt að rekja til. Hann hefir verið kominn af ætt ívars víðfaðma og nákominn vikverskum og upplenzkum höfðingjum, enda haft aðalstyrk sinn á Vestra-Gautlandi og um þær slóðir. 4. Ragnarssynir virðast hafa verið uppi um það leyti, sem víkingaferðir vestr og suðr um haf voru að byrja (um 790—800), og þá sjálfsagt talsvert við þær riðnir, enda hefir Vikin snemma verið mesta „víkingabæli11, og með þvi að hún var tengd við Danmörk í upphafi sögutímans, þá er ekki hægt að gjöra greinarmun á Norð- mönnum, Gautum og Dönum meðal hinna fyrstu víkinga fyrir vestan haf. 5. Sögurnar um þessa niðja Ivars víðfaðma hafa komizt til íslands með landnámsmönnum þeim, er þeirrar ættar voru eða henni nákomnir á ein- hvern hátt, en meðal þeirra voru nokkrir vestan um haf, er töldu ætt sína til (Ragnhildar ?) Loð- brókar, sem átt hafði víðfræga sonu, einsog Ragnarr (Álfsbani), og hefir það valdið ruglingi á ættunum og sagnablendingi, sem gengið hefir víðsvegar um Norðrlönd, þannig að Ragnarsson- um og Loðbrókarsonum hefir verið slengt sam- an og faðir þeirra nefndr „Ragnarr loðbrók11.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.