Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 68
68
nafnið mun einkum hafa átt heima í Svíaríki (helzt
Gautlandi). Gautr, aldavinr Eyvindar, er bygði
Gautsdal (Ln. 3, 5), og kom hingað úr vikingu með
Ævari gamla, virðist og hafa verið nákominn Ingi-
mundi gamla, er hann vildi eigi lifa eptir hann,
heldr en Eyvindr, enda er Gauts-nafnið tiðast hjá
Svíum og Gautum (sbr. gauzku nöfnin Algautr,
Valgautr, Gautstafr (=Gustav) o. fl.), og kann vel
vera, að Hjálmun-Gautr, félagi ^óris snepils (Ln. 3.
17) hafi líka verið kynjaðir af Gautlandi, en víst
sýnist mega telja það, að fyrri kona Geirmundar
heljarskinns hafi verið gauzkrar ættar. Hún er
nefnd Herríðr Gautsdóttir, Gautrekssonar hins örva
(Ln. 2. 20), og virðist hér vera auðsjáanlegr skyld-
leiki milli þessarar ættar og fornaldarhetjunnar Gaut-
reks hins milda, en hvernig þeim skyldleika hefir
verið háttað, er nú ekki hægt að segja.
Vera kann, að fleiri landnámsmenn en þessir
hafi verið kynjaðir af Gautlandi eða Svíþjóð, en
um það verðr ekkert sagt með neinni vissu, þvíað
um marga er ekkert greint hvaðan þeir komu, en
þjóðernið var hér um bil hið sama á öllum Norðr-
löndum um landnámstíðina. þ>ó má enn geta þess,
að eigi virðist ólíklegt, að f>órir hauknefr, hersir,
faðir Gunnólfs kroppu, er land nam á Langanesi
(Ln. 4. 1) hafi verið sænskr. í Gullþ. 5. k. er nefndr
Hauknefr af Gestrekalandi, sem síðar varð jarl á
Gautlandi, og mun það nafn varla finnast annars-
staðar í sönnum sögum. Skúli hét sonr Gunnólfs,
og vísar það nafn líka helzt til austrvega [sbr. Skyli
(Skúli) Lofðason (Fas. II. 10, Flat. I. 25) forfaðir
Eylima (=Olimarus, er Saxi (V. 231) kallar „Austr-
vegs konung“), og Skúli jarl í sögu Hálfdanar Ey-
steinssonar (Fas. III. 521), sem reyndar er ýkjusaga,
en virðist snerta forfeðr Orkneyjajarla, sem nafnið