Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 30
30
og Hálfdan, sem nefndir eru Danakonungar árið
873- Þvíað fyrst og fremst er það ekki Hklegt, að
Ari (og því síðr eldri fræðimenn) hafi þekt bók
Adams, sem er rituð um 1075, (þótt seinni sagna-
menn hér á landi hafi notað hana), og svo lá þá
heldr ekki beint við fyrir Ara, þótt hann hefði
þekt hana, að gjöra Sigfröð konung öldungis hik-
laust að Sigurði syni„ Ragnars loðbrókar11 og Helga
að tengdasyni hans, þvíað bæði er Sigfröðr annað
nafn en Sigurðr, og þau nöfn vanalega greind hvort
frá öðru af (Norðmönnum og) íslendingum1, þótt
þeim væri stundum ruglað saman (einkum af Dön-
um), enda getr Adam ekki um neinar mægðir
Helga við hina fyrri konunga (Sigfröð eða Hálf-
dan) og kallar þá ekki heldr Loðbrókarsonu, en
hann telr upp ýmsa herkonunga samtíða þeim Sig-
freði og Hálfdani, og segir að grimmastr þeirra
hafi verið Ingvar Loðbrókarson (Inguar filius Lod-
parchi2) og hafa svo annálahöfundar Dana aukið
1) Storm tekr það fram (Krit. Bidr. I. 37) að ineðal
sona lvars konungs í Dýflinni voru tveir, sem nefndir
eru annar Siugrad (Sigurðr) og hinn Sicfraid (Sigfröðr)
og meðal sona Haralds hárfagra tveir, er svo hétu,
annar Sigfröðr eóa Sigröðr, en hinn Sigurðr hrísi (ekki
risi, sem sjá má af Noregskonungatali; Fms. X. 428;
Var Hálfdan j Hrísa arfi | en Sigurðr sýr | sonr Hálfdan-
ar«). Hrísi merkir líklega sama og hrisungr, en svo
heitir barn ambáttar, »er kvikt er orðið í kviði móður-
inni, áðr henni sé frelsi gefið«, sjá Grágás, Khöfn 1852
I. 224 (sbr. líka kvennkynsorðið »hrísa«) enda er eptir-
tektavert, að Sigurðr er jafnan talinn fyrst af Snæfríð-
arsonum (Hkr. 67. bls., Fms. I. 5., X. 178, (378). IV. 7).
2) það er allmerkilegt að taka eptir því, sem Adam
segir um Hákon jarl hinn ríka, að hann hafi verið af
ætt Ingvars og kynjaðr frá jötnum (»ex genere Inguar
et giganteo sanguine descendens* Ad. II. 22). Vér vit-
um nú af norrænum sögum (Háleygjatali), að þeir Hlaða-
jarlar töldu ætt sína til Skaða (»öndurdísar«) dóttur