Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 63
63
landi, og Eyvindr með henni, þegar Björn stökk úr
landi, en eptir andlát hennar fór Eyvindr austan,
tók við herskipum föður síns, og staðfestist fyrir
vestan haf. En Björn settist um kyrt í Noregi og
kvongaðist Helgu, systur Öndótts kráku á Ögðum.
jpeirra sonr var þrándr mjöksiglandi, er nam land
í Árnessþingi (Ln. 5. n)og var hann þanniggauzkr
að föðurætt, en norrænn að móðurætt og uppalinn í
Noregi. (Frá honum voru þeir komnir: Skapti
lögsögumaðr þóroddsson ( 1004—30 ) og Bjarni hinn
spaki, afi Markúsar lögsögumanns Skeggjasonar
(1084—1107). En Helgi hinn magri var ekki ætt-
aðr úr Noregi heldr af Gautlandi, og mun því ekki
hafa talið Noreg sérstaklega ættjörðu sína, heldr
öllu fremr Norðrlönd í heild sinni, og þó líklega
helzt Svíaríki1, en hann átti norrænakonu, f>órunni
hyrnu, dóttur Ketils flatnefs, og er margt stórmenni
frá þeim komið.
Snæbjörn, bróðir Helga, nam land í Isafirði,
en engar ættir eru frá honum taldar (Ln. 2, 30).
Aptr á móti eru miklar ættir frá 2 systrum þeirra,
dætrum Eyvindar austmanns, þnríði, er þ>orsteinn
rauðr átti (Ln. 2, 15), og Björgu, er Ulfr hinn
skjálgi átti Ln. 2. 22). þ>riðju systurina, þjóðliildi,
átti þórðr Víkingsson, er land nam í Dýrafirði,
og er líka margt manna frá þeim komið (I.n.
2. 27).
Enn er einn landnámsmaðr talinn af þessari
ætt, nl. Helgi, er nam Skutilsfjörð, og kallaðr er
sonr Hrólfs úr Gfnúpufelli, Helgasonar hins magra,
1) það er eptirtektavert, að tveir bæir í landnámi
hans (eða eiginlega Ingjalds sonar hans, er helgað hefir
hof sitt Frey, sjá Vígagl. ð. og 19. k.), sem standa hvor
nálægt öðrum, heita Uppsalir og Sigtún, eptir tveim
helztu bæjum í Svíaríki.