Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 53
53
seka f ósannindum eða rangfært af ásettu ráði
ættartölur eða annað í sögum. Að hinir elztu
sagnaritarar vorir og ættfræðingar hafi fengizt við
að klastra saman ættartölum með því að hend a
nöfn úr útlendum ritum (dönskum konungatölum,
Adami frá Brimum eða öðrum slíkum), er alsendis
ótrúlegt, þar sem þeir hafa annars lítið sem ekkert
hagnýtt þessi rit. Og þegar vér gefum gætr að
því, hversu nákvæmr og samvizkusamr Ari hinn
fróði er í allri frásögn sinni, þá hlýtr oss að verða
Ijóst, að það er óhæfa að drótta því að honum, að
hann hafi viljandi farið með ýiégóma eða rangfært
nokkuð í ættartölum sjálfum sér eða ætt sinni til vegs.
III.
Nú er það eptir að rannsaka, hverjir landnáms-
menn á íslandi hafi verið sænskir að uppruna. Skal
þess þegar getið, að mikið vandhæfi er á því að
greina þá frá öðrum landnámsmönnum, því að sam-
göngur hafa miklar verið milli allra Norðrlanda, um
það leyti sem ísland bygðist, og sumar ættir dreifð-
ar um öll Norðrlönd, svo sem ætt ívar viðfaðma.
í Víkinni mættist norrænt, gauzkt og danskt þjóðerni
(sem reyndar var mjög líkt hvað öðru um þær mundir),
og þaðan hafa ýmsar ættir dreifzt vestr yfir fjall
fyrir landnámstíð og komizt síðan til íslands, (svo
sem ætt Braga gamla', er var hirðskáld Svía- og
Danakonunga, ætt Mærajarla1 2 o. fl.). fessar ættir
gátu flutt með sér ýmsar fornsögur austan að, eigi
síðr en hinar, sem komu beina leið frá hinum aust-
1) Af ætt hans voru Gilsbekkingar (Ln. 2. 1; skálda-
og fræðimanna-kyn).
2) Ætt þeirra var kynjuð af Upplöndum (Ln. 4. 8),
og líklega venzluð ætt Ragnars (sbr. Hálfd. s. Eyst. 1.
k.: Fas. III. 519 VÁ. III. 401).